Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 48
46
JÖRÐ
urinn væri góður við mig og leiddi mig, svo ég vissi, livar ég
ætti að ganga. ... og kenndi mér ef til vill að ganga lieim að
húsinu, þá. . . . kannski. . . .
Með lokuð augun labbar hann af stað í áttina til blinda
mannsins, en rekur fótinn í stein. Hann opnar augun og sér,
að hann liefur líka nærri því verið búinn að reka sig á spilið. . .
Nei, þetta var ekki hægt. Hann varð heldur að æfa sig uppi á
túni, þar sem ekkert var fyrir. En liann ætlar að geyma það
þangað til seinna, því að núna ætlar hann að 'tala við Sigurð.
Hægt og varlega læðist liann að gamla manninum, blinda
.... alveg hljóðlaust — og liugsar:
— Núna veit hann ekki, að ég er að koma. Hann er alveg
kyrr. Augun eru lokuð. . . . Það getur verið, að hann viti ekki,
að þau eru lokuð. . . . Og hendurnar. . . . Hann er að hvíla
þær. . . . Hann er kannski lúinn, af því að þær eru svo stórar
og þungar, og þá hvílir hann þær á stafnum sínum. . . . Hann
veit ekkert, að ég er að koma núna, og ef ég væri vondur strák-
ur, þá gæti ég vel hrekkt liann. En nú er ég ekkert vondur, þess
vegna ætla ég að láta liann heyra, að ég sé að koma.
Hann gefur frá sér livellt blístur, um leið og liann gengur
rösklega upp að gamla manninum.
Sigurður blindi lítur upp og spyr:
— Hver er þar?
— Það er bara ég.
Drengurinn leggur liönd sína í lófa Sigurðar.
— Ert það bara þú, litli kútur?
Blindi maðurinn brosir og þreifar upp eftir Láka, strýkur
honum um vangann og klappar.
— Elsku stúfurinn! Ertu að lieimsækja gamla manninn?
— Ég kom bara si-sona.
Hann er feiminn. Af hverju er Sigurður svona góður við
hann? Ekki vissi Sigurður um það, sem hann hefur verið að
hugsa.
— Þú ert góður piltur, segir ganili maðurinn og strýkur
honum betur.
— Nei, ég er ekkert voða góður. Ekki segir mamma. Hún
segir, að ég sé oft vondur, og hún skammar mig, þegar ég fer