Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 50
48
JÖRÐ
rooli, sem ég átti að hafa með kaffinu í dag. . . . Æ, en ég hef
haft svo vonda lyst undanfarið, svo ég stakk kvörninni þeirri
arna á mig. Er hún ekki góð?
— Jú-ú. . . . þa-akka þér fyrir, Sigurður, stamaði liann.
Hann heyrði ávítandi rödd móður sinnar hið innra með sér:
. . . . Og hentu nú molanum í grasið. . . . hentu honum í grasið
. . . . En svo önnur rödd, veik í fyrstu, en síðan sterkari og sterk-
ari: Borðaðu molann. . . . borðaðu hann.... láttu blinda
manninn heyra, að þú bryðjir. ... að þér þyki molinn góður.
— Namm, namm. Drengurinn smjattaði.
— Ja-há, sagði gamli maðurinn glaður. Ég vissi, að liann var
góður.... Og hann andvarpar. Það þarf ekki mikið til að
gleðja þessa blessaða sakleysingja, hugsar hann. En það veit
Guð, að hann vildi, að hann gæti gert eitthvað meira fyrir
þennan dreng. Æ, já. . . . lítill drengur, alveg eins og Magnús
hans hafði verið einu sinni.... lítill, góður og blíður. En nú
.... nú er Magnús þrjár álnir, stór og stæðilegur. Auminginn,
— hann hefur samt ekki liöndlað gæfuna. Já, það vill nú ganga
svo til í þessum heimi. Og það detta ekki allir í lukkupottinn,
þó til Reykjavíkur færi. En það hefur hann sagt mér í bréfum
sínum, að undir eins og hann geti, já, strax og liann hafi efni á,
þá skuli hann taka föður sinn til sín. . . . Hann andvarpar,
blindinginn, og heldur áfram að hugsa: Atvinnuleysið. . . . það
fer með margan góðan drenginn. Og það er þá ekki að spyrja
um drykkjuskapinn, hann fylgir þá í kjöLfarið.
— O já. . . . o já! tautar hann og stynur við.
Láki lítur upp.
— Er þér illt, Sigurður?
— Æ, blessaður drengurinn minn! Það er satt, þú ert hérna
enn. Nei, góðurinn minn, ég var bara að hugsa.
— Hugsa. . . .? Láki stingur höndunum undir peysuna og
setur stút á munninn. Varstu þá að hugsa núna áðan, þegar þú
hafðir hér um bil lokuð augun? Hann horfir spyrjandi upp til
blindingjans.
— Hafði ég lokuð augun áðan? Ég man það nú ekki.
— Núna áðan, þegar ég kom til þín. Ég sá, að þú hafðir
nærri því lokuð augun. Varstu þá að hugsa?