Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 151
JÖRÐ
149
skuldbihda ísland, án sérstaks umboðs frá þjóðinni, á neinn
hátt, er þverbrýtur hefðir hennar og liátíðlegustu yfirlýsingar.
Ráðstafanir í þá átt væru lögleysa og algerlega ógildar. En ef
þjóðin ynni það til að stofna sér í voða, til að þurfa ekki að
taka neitt á einurð sinni, þá held ég, að tími sé til kominn, að
skipa nefnd „sérfræðinga" tij að rannsaka, að hve miklu leyti
lnin sé komin í beinan karllegg af Bakkabræðrum! (Um Kefla-
víkurflugvöllinn á að semja með sanngirni en sjálfstæði.)
GERSAMLEGA ólík horf blasa við, þegar litið er til þeirrar
landkynningar, sem fulltrúar ýmislegrar menningarstarf-
semi hafa haft með höndunr, síðan JÖRÐ kom út seinast, eink-
um oagnvart Norðurlöndum. Þár hafa komið fram áhrifaríkir
vitnisburðir um, að þegar sleppir stjórnnráluni, byggi ísland
þjóð nreð nrjög virðingarverða menningarviðleitni á flestum
sviðum og jafnvel frábæra hæfileika. Verði framhald á slíku,
og e. t. v. aukning, nrun ekki líða á löngu, áður en alþjóðlegt
álit hefur myndast unr, að það sé í alla staði réttmætt, að hin
örsnráa þjóð vor ætli sér þann nretnað að vera í hvívetna skip-
að á bekk nreð öðrum fullgildunr nrenningarþjóðum. Fyrst og
frenrst á þetta við unr Norðurlönd, en einnig á alþjóðlegum
vettvangi eftir ástæðunr. Einnig þetta á að geta orðið þjóð vorri
til stuðnings, hafi lrún einurð á að reyna að lifa!
Davíð Stefánsson, Páll ísólfsson og Lárus Pálsson riðu á
vaðið nreð sýningu „Gullna lrliðsins" í Osló. Síðan komu leið-
angrar söngflokka og íþróttaflokka til Norðurlanda (og að
nokkru til Bretlands). Þá heinrboð danskra og sænskra íþrótta-
manna til keppni við íslenzka íþróttamenn í Reykjavík. Þátt-
taka íslenzkra listmálara í norrænni sýningu. Hin glæsilega
þátttaka ísfenzkra skákmanna í norrænni keppni. Og loks hin
enn merkari þátttaka íslenzkra íþróttanranna í Evrópumótinu
í Osló — svo að ekki sé fleira nefnt.
SEM BETUR FER, hafa íslendingar yfirleitt sýnt sig höfð-
ingja gagnvart þeirri vanmetakennd, sem vorir dönsku
bræður hafa sýnilega verið margir haldnir upp á síðkastið, mest
án eigin saka, og lrefur, mjög náttúrlega, bitnað á oss íslend-