Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 54
52
JÖRÐ
upp? Æ, nei, ekki alveg strax. . . . Hann má til. Hann finnur,
hvernig hann stælist, hressist. Eins og lífsorkulind, þessi sjór!
Og enn dýfur hann höfðinu í.
Hvað er þetta?
Hann lyftir höfðinu snöggt upp úr sjónum. Það er greini-
legra en áðan. . . . óp, hátt og skerandi.
Hann hlustar.
Jú, hróp og læti ofan frá, líklegast úr skemmunni. Já, það má
svo sem búast við því. . . . Þeir hafa séð hann. Nei, hann skyldi
víst sýna þeim.... Það er ekki svo oft, sem hann lætur eftir sér
annað eins lítilræði. Hann þokar sér lengra. . . . Sjórinn nær
upp undir kviðinn á honum, þar sem hann skríður á fjórum
fótum.
Hróp og köll. . . . Einhverjir koma hlaupandi niður kamb-
inn. Það er ekki um að villast.
Nei, það er ekki um að villast. Og nú er eins og allur sá þrótt-
ur og öll sú endurnæring, sem hann hefur drukkið í sig fyrir
stuttu síðan, sé rokin út í veður og vind. Hann fyllist ótta og
örvæntingu. . . . Nú taka þeir hann, bera hann heim, álíta
hann máski brjálaðan, óðan, og loka hann inni. En væri það
nokkur furða? Hvað á fólk að halda? Mundi nokkur geta skil-
ið svona háttalag?. . . . Eða getur Jrað verið, án þess, að hann
geri sér ljósa grein fyrir því. . . . að liann sé að verða brjálað-
ur?. . . . Þetta sé fyrsta sporið? Hefur liann ekki verið knúinn
áfram af einhverju óskiljanlegu afli? Og nú. . . . Guð í himnin-
um.... Á þá bikarinn aldrei að tæmast?.... Fyrst blind-
ur. . . . síðan brjálaður. . . .
Hann hnígur máttlaus niður í sjóinn.
ÞORVALDUR bóndi þrífur í öxl Sigurði og dregur hann á
land. Piltarnir eru líka komnir niður í fjöru og horfa
hljóðir á, meðan bóndinn stumrar yfir blinda manninum. Og
það er eins og þeim öllum létti, þegar Jreir sjá, að hann opnar
Jró augun og meira að segja gerir sig líklegan til að standa upp.
Þey. . . . Nú heyrir hann það í þriðja sinn. . . . blindi maður-
inn. ., , Hátt, ,, , skerandi og síðan eins og korr. . . . andköf.