Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 51
JÖRÐ
49
— Ja, ég man það nú ekki.
— Veiztu þá nokkuð um það, þegar augun á þér eru lokuð?
— O jú. Oftast veit ég það nú.
— En heyrðu mig. ... Er alltaf’ myrkur. . . . alltaf?
Þögn....
Blindinginn pjakkar með stafnum sínum ofan í jörðina og
snýr andlitinu að sjónum. . . . Drengurinn horfir niður fyrir
stg og rótar með tánni í grassverðinum. Loftið er heitt, upp frá
jórðinni stígur ilmur nýrra grasa, sjórinn glitrar í sólskininu,
krían gargar, og máfurinn flýgur lágt yfir fjöruborðinu.
Heiman l'rá bænum heyrist húsfreyjan kalla, Jrví enn hefur
strákurinn ekki sótt nóg vatn. Náttúrlega. . . . Það þarf margar
ferðir til að fylla stóru tunnuna í skúrnum.
Enn... . og enn. Strákur labbar af stað. . . .
Niðri í skemmunni eru Jreir að beita, í. . . . hvað. . . . liundr-
;*ðasta. . . . þúsundasta skiptið? Og enn beita þeir. . . . og enn
■ • • • á sjóinn í gær. . . . á sjóinn aftur í kvöld!
Aframhald. . . . endurtekning. . . . Ein samfelld hringiða
• • ■ ■ kölluð líf. Einstaka dropar Jreytast út úr iðunni. . . . sem
stangli. Þeir týnast. . . . hverfa og gleymast.
Uti undir vegg, situr hann. . . . á kassa, liorfir fram á hafið
^láa, sér ekkert. . . . aldrei neitt. . . . Dropi, sem hefur kastazt
ut úr straumnum.
— Langar þig ekki voða mikið til að gera eitthvað, Jregar þú
ei't alltaf svona í myrkrinu? segir Láki litli og kernur við hand-
legg blindingjans.
~ Hvað segirðu, barn. . . .? Mig?
~ Já, korna að leika þér — eða eitthvað að gera? Það er svo
leiðinlegt að sitja alltaf hérna á kassanum.
Láki tekur í stóru liiindina og togar.
— Æ, blindir geta nú svo lítið leikið sér, drengur minn. Og
svo geta þeir ekkert gengið. Er ekki bezt, að við séum hérna
kyrrir undir veggnum?
~ Nei, nei, gerðu það. Það er svo leiðinlegt hérna. Það eru
svo mörg falleg glerbrot niður í fjörunni og skeljar líka. Og svo
er báturinn Jiar. . . . stóri. . . . og margt, margt. . . . Ég get leitt
þíg-
4
L