Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 129
JÖRÐ
127
þeir Hjálmar kaupmaður Jolmsen og Torfi Halldórsson full-
smíðaða skútu í Danmörku. Stýrði Magnús lienni yfir hafið og
gekk ferðin vel. Síðan liélt hann skipi þessu út til veiða næstu
tvö eða þrjú árin. Skipið lúaut nafnið (irettir og reyndist mesta
happafleyta. Komst það um skeið í eigu Ásgeirsverzlunar á ísa-
firði, en lenti síðan aftur til Önundarfjarðar og varð einatt afla-
sælt. Grettir er eitt þeirra fáu hákarlaskipa, sem munu vera til
enn í dag, þótt kominn sé hann með vél og eitthvað breyttur
orðinn.
Þar eð Magnús Össurarson hafði hlotið meiri lærdóm í sigl-
ingafræðum en flestir aðrir hákarlaskipsstjórar um þær mund-
ir, féll það nokkrum sinnum honum í skaut að sigla hingað til
lands nýjum skipum, sem Vestfirðingar létu smíða handa sér
ytra. Mun hann hafa komizt á útveg Ásgeirsverzlunar með þeim
hætti. Árið 1884 fór hann utan til að sækja nýtt skip fyrir Ás-
geirsverzlun, en sjálfur mun hann hafa átt einhvern hluta í
skipinu. Svo slysalega vildi til, að á leiðinni til íslands strand-
aði skipið við Skotlandsstrendur og brotnaði í spón. Sýndu
skipverjar karlmennsku mikla og snarræði í kröggum þessum
og fengu með naumindum borgið lífi sínu. Var framkoma
Magnúsar mjög rómuð af félögum hans, er töldu hann hafa
nnnið' þrekvirki við björgunina, eftir að óhappið hafði að
höndum borið. Lét hann þetta ekki á sig bíta, sneri hið skjót-
asta við til Kaupmannahafnar, fékk Ásgeir forstjóra til að láta
smíða nýtt skip í stað hins fyrra, beið í Danmörku meðan á því
stóð, og sigldi síðan heilu og höldnu heim til íslands. Skip Jætta
nefndist Skarpliéðinn og þótti frítt og vandað.
Magnús Össurarson tók nú við stjórn Skarphéðins á fiskveið-
>ini. Reyndist hann enn sem fyrr sjómaður góður og aflamaður
í fremstu röð. Harður var hann við háseta sína og ekki vork-
nnnlátur, en slíkt var umborið vegna dugnaðar mannsins og
aflasældar. Drykkfelldur var Magnús og fór ekki sparlega með
fjármuni. Var honum löngum vant skotsilfurs, J)ótt oft væri
hann nreð tekjuhæstu mönnum. Jókst og sókn Magnúsar í
höfga drykki, eftir því sem fram liðu stnndir.