Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 139
Kjartan Jóhannesson:
Samanburður á amerískri
og íslenzkri hagfræðigrein
KÆRI ritstjóri! Viltu gera svo vel að Ijá eftirfarandi línum
rúm í „JÖRÐ' ?
„Við Harvard háskólann íAmeríku er hagfræðiprófessor, sem
er á góðum vegi nieð að valda gerbreytingu í hagfræði- og fjár-
málaskoðunum samlanda sinna. Sennilega hefur enginn hag-
fræðiprófessor í sögu landsins haft jafn rnikil áhrif á stjórnend-
ur Jrjóðarinnar og valdamikla fjármálamenn og dr. Alvin Han-
sen.“
Þessi orð eru tekin úr greininni „Hagjrœðikenningar dr. Al-
vins Hansen“ („Úrval", 1. hefti 1946). Hér fara á eftir nokkrar
setnirigar úr sömu grein og til samanburðar nokkrar setningar
úr greininni „Hvers vegna kreppa og atvinnuleysi?" („Jörð“,
1. hefti 1943). Við lestur þeirra vil ég biðja þig að hafa í huga,
að sjóðir og skuldir eru í raun og veru eitt og hið saraa, þ. e.
lán, sent einn hefur veitt og annar tekið.
I „Úrvali“ segir: „Það, sem mestu máli skiptir er, að hlut-
fallið milli Jrjóðarteknanna og
vaxtanna af skuldum sé viðráð-
anlegt.“
í „Jörð“ segir: „Sjóðir krefjast
vaxta og afborgana. Þegar kröfur
þeirra á liendur framleiðslunni
eru orðnar meiri en framleiðslan
er fær um að bera,“ þá kemur
kreppa.
í „Úrvali“ segir: „Velgengnin
brást 1929. Hvers vegna? Einmitt
vegna Jress að fjármagnið dró sig
í hlé. . . . vörukaup neytenda
minnkuðu.... verðgildi fram-
leiðslunnar féll. ... og í kjölfar-
Frá höfundi hinnar stóru
og frumlegu hagfræðigrein-
ar, er birtist í 1. h. JARÐ-
AR árið 1943, hr. Kjartani
Jóhannessyni, hefur JÖRÐ
borizt bréf það, sem hér
kemur. Grein Kjartans vakti
talsverða athygli, er hún
kom út, og þó minni en
skyldi, því hún gaf hið á-
gætasta tilefni til upplýs-
andi og vekjandi umræðna
um eðli og úrlausnarmögu-
leika fjármála þjóðfélagsins.
— R i t s t j.