Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 45
JÖRÐ
43
að drekka kaffið, og þá er hann bara á undirskálinni hjá hon-
um. . . . og höndin á lionum fer allt í kringum bollann, og svo
loksins finnur iiann molann. . . . En liann finnur alltaf á sér
tnunninn.
Drengurinn horfir á manninn undir skemmuveggnum, sér
i'eyndar ekki allt saman sem greinilegast, en veit. . . .
Garnall maður í rúðóttum jakka með derhúfu, sem dregin
er niður í augu. Stafurinn á milli fótanna og hendurnar í kross,
hvílandi á honum. Andlitið er nauðrakað, kinnfiskasogið.
Varirnar þunnar og hakan útstandandi. Augnahárin eru Ijós og
augun vatnsblá, nerna hvað hvítan er alsett sprungnum æðum
... Blóðhlaupin, útdauð augu. Sokkarnir hans eru sauðsvart-
ir> og skórnir. . . . gömul stígvél, sem búið er að klippa bolinn
af- En hann gengur ekki rifinn, því hann hefir nál og tvinna í
handraðanum hjá sér.
— Já, ég hef víst nægan tíma til að þreifa uppi götin á lepp-
tinum mínum, hafði hann einu sinni sagt, er þjónustan kom
lueð stoppaða sokkana lians. — Já, það verður hvort sem er ekki
annað, sem ég get gert á þessu heimili.
O, nei. Hann gat víst ekki ntikið gert. ... og þegar á allt var
var litið, virtist það ekki svo fjarri sanni, að Sigurði blinda væri
ofaukið í þessuin heimi.
Hann sitnr þarna á kassa alla daga, meðan sólin skín, og snýr
andlitinu að sjónum. Hann spyr fólk, sem frarn hjá gengur,
livort farið verði á sjó í kvöld. . . . livort fiskazt hafi mikið í
gasrkvöldi. . . . hvort búið sé að beita. Hann segir líka, að hann
hafi verið formaður hér áður fyrr, og gefur í skyn, að þeir hafi
ekki margir staðið sér á sporði.
En fólk er hér að flýta sér og hlustar ógjarnan á það, sent
gamall maður þylur, gamall og blindur. Það laumast burtu,
lueðan blindinginn er að segja sögur sínar og spyrja frétta.
Andlit hans ljómar, og hann deplar dauðum augunum út í
foftið, þangað, sem hann heldur, að áheyrandinn standi.
Svo tekur hann máski eftir því, að enginn anzar lionum og
segir:
— Þú heyrir, félagi, er það ekki?
AUt er kyrrt. . . . aðeins fuglagargið og fjarlægt mannamál.