Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 137
JÖRÐ
135
(Svíþjóð), 6 v. hver; 8. Aage Vestöl (Noregi), 5i/2 v.; 9. Björa
Nielsen (Danmörk), 5 v.; 10. Ilmari Solin (Finnland), 4 v.;
11.—16. Ásmundur Ásgeirsson, Atos Fred (Finnland), H. Carls-
son (Svíþjóð), Julius Nielsen (Danmörk), M. A. Kupferstich
(Danmörk), og O. Kinnmark (Svíþjóð), hver 314 vinning.
í meistaraflokki A sigraði Guðmundur Ágústsson, fékk 8 vinn-
inga af 11; og í meistaraflokki B varð Guðmundur S. Guð-
mundsson hlutskarpastur, fékk 814 v. af 11. í I. flokki C
hlaut Áki Pétursson 614 vinning af 11 mögulegum.
Yfirleitt má með sanni segja, að frammistaða íslenzku skák-
mannanna á Jressu móti sé ágæt. Þó hefur það vakið sérstaka
athygli manna á meðal, að minnsta kosti hér á landi, hve mjóu
munaði, að Baldur Möller yrði sigurvegari á mótinu. Sömu-
leiðis eru sigrar þeirra Guðmundar Ágústssonar og Guðmund-
ar S. Guðmundssonar alveg sérstaklega táknrænir og benda
tvímælalaust í þá átt, að skákíþróttin er hér í mikilli framför.
Er þess að vænta, að hér verði ekki látið staðar numið, heldur
verði markið sett hærra og hærra og stefnt að því að skák-
íþróttin verði innleidd í ýmsa skóla landsins og þar með gerð
að Jrjóðaríþrótt — fyrir fullt og allt.
Núverandi skákmeistari Norðurlanda, Osmo Kaila, sýndi
það á þessari keppni, að liann er vel verður þess álits og trausts,
sem hann hefur notið meðal landa sinna og víðar, enda mun
almennt álitið, að úrslit mótsins séu réttlát og sigur hans því að
verðleikum. Skák sú, er hér birtist, var tefld af þeim O. Kaila
og B. Möller og sýnir viðureign þeirra í baráttunni um rneist-
aratitilinn; er hún að nokkru leyti úrslitaskák og hefur þar af
leiðandi alveg sérstakt gildi.
Skák:
Frá Norræna skákþinginu í Kaupmannahöfn.
Tefld 6. ágúst 1946. — 6. umferð.
Hvítt: OSMO KAILA (Finnland). Svart: BALDUR MÖLLER (ísland).
1. e2—e4
2. d2—d4
Franskur leikur.
e7—e5
d7—d5
3. Rbl—d2 c7—c5
4. Rgl—f3 Rb8—c6
5. Bfl—b5 Bc8-d7
6. e4xd5 e6Xd5l