Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 26
24
JÖRÐ
í svartri, uppleitandi mynd. Við leyfum öllu þessu að ná tök-
um á okkur — leyfum mánanum það, — þessu furðutungli, er
fyllir okkur sætri þrá.
Finnlandi, 27. júni 1941.
.... Hér er allt skammtað og skammtarnir eru smáir, og
margir eru hér svangir, — en komi finnlendingur niður í
káetu til okkar um matartímann, þá er sama, hve svangur
liann er: Hann segir: „Nei, þökk,“ þegar við bjóðum honum
eitthvað. Því Finnland er land, þar sem menn spjara sig sjálfir,
ef þeir geta ekki goldið líku líkt.
í gær gekk ég langan spöl gegnum skóginn og út á nes-
oddann. Þar stóð ég lengi og aðgætti rússneskar flugvélar, sem
liöfðu verið að hella sér út yfir bæinn. Þegar þær voru allar
á brott, fór ég úr fötunum og lét þau á grenihríslu, sem ég
ýtti gætilega út á sjó. Því næst stökk ég sjálfur út í og ýtti
gröninni á undan mér út í klettahólma, sem er svo sem kíló-
meter undan landi. Þar lá ég og sleikti sólskinið. Klappirnar
voru yndislega heitar, og það þótti mér nú þægilegt ofan á
sjóferðina. Því næst synti ég í næsta nes og fór í leppana og
hélt heim. Æ, hvað mér þótti ljúft að vera ég sjálfur.
Pernavik, 7. júli 1941.
Góðan daginn! Það er komið undir nrorgun. Ég er nýbúinn
að vekja hina, og þeir eru farnir að veiða fisk. Hér er dýr-
legt. Sólxn er komin upp og hitar svo unaðslega. Eftir að ör-
yggismerki hafði verið blásið í gærkveldi, fórum við fjórir
í land. Auðvitað fundum við fyrir okkur heilan hóp af ungum
stúlkum og urðum bráðskotnir í þeim. Engin þeirra var meira
en sautján ára. Hamingjan má vita, hvernig í því liggur, en
það er engu líkara en að þær álíti okkur mestu kvennagull.
Þær fengu okkur til að fara í ekkjuleik við sig. Þú mátt hlæja
að inér, — en við skemmtum okkur konunglega. Stúlkurnar
voru yndislegar, hressar og kátar og ótrúlega frjálslegar, þegar
fyrsta feimnin var runnin af þeim. Allar eru þær svo vel
vaxnar, að furðu gegnir, og allar gæddar yndisþokka í hreyf-