Jörð - 01.09.1946, Side 86
84
JÖRÐ
Skyndilega einbeittist atliygli hans að því, sem þar stóð.
„Rannsóknir á eðli vismútkjarnans.“ Höfundana þekkti hann
af afspurn. Það voru Carl Everson og Hugh Dunn. Chandra
hafði einnig fengizt dálítið við rannsóknir á eðli vismútatóms-
ins. Hann renndi augunum yfir greinina með vaxandi áhuga
og bar í huganum saman tákn og útreikninga við sínar eigin
niðurstöður. Allt byggðist þetta á grundvallandi kenningu, er
Albert Einstein hafði komið með fyrir tveimur mannsöldrum.
Chandra fór yfir útreikningana, bar saman, fór yfir þá aftur.
Hann starði svo sem liann tryði ekki því sem liann sá. Hann
opnaði munninn eins og til að láta í ljós undrun, en þagði. Rit-
gerðin var á enda.
Hann sat stundarkorn og starði fram fyrir sig eins og í
leiðslu. Úr fjarska bárust ómarnir frá klukknahringingu í einu
hofinu. Chandra veitti því enga eftirtekt, að Delhi flugvélin
flaug beint yfir höfði hans. Hann sá hana, en sá þó ekki. Svo
stóð hann á fætur. Hann gekk þvert yfir dagstofugólfið að sím-
anum og bað um Polt lávarð, og innan skamms hafði hann náð
sambandi við hann.
„En það er mjög áríðandi," sagði Chandra að lokum. „Ég
veit að það er seint, en það er mikið í húfi.“ Lávarðurinn lét
undan, og brátt var Chandra á leiðinni í bíl sínum áleiðis til
st j órnarbyggingarinnar.
Polt lávarður vildi komast heim til að njóta svalans í loft-
kældri íbúð sinni. Hann langaði í te og vildi skipta um föt.
Hann vildi gleyma ræðunni, sem hann var nýbúinn að halda
fyrir Indlandsnefndinni. Hann vildi komast úr þessum þraut-
leiðinlegu skrifstofusölum, þar sem hann var að grotna niður.
Lávarðurinn þurrkaði framan úr sér svitann með drifhvítum
vasaklút og sneri sér svo að Chandra.
„Hvern fjandann viljið Jjér, drengur?"
Chandra lagði tímaritið á borðið fyrir framan landsstjórann.
„Það er þetta.“
Polt lávarður leit í ritið og gremja hans óx: „Talið af svo-
lítilli skynsemi, Chandra. í öllum bænum! Hvað á þetta að
þýða? Óskiljanlegar rúnir!
„Ég hef komizt að mjög alvarlegum mistökum í ritinu."