Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 127
JÖRÐ
125
Sailor hét annað skip Norðlendinga. Það hraktist undan
ofsanum inn Húnaflóa og strandaði á Þingeyrasandi. Vildi
svo vel til, að það var nálægt flóði, og komust skipverjar á
land um fjöruna. Brutust þeir heim að Þingeyrum í hríð og
myrkri og fengu allir borgið lífi sínu. Sailor varð ónýtur með
öllu við sandinn.
Elliða rak upp í Hindisvík, yzt á Vatnsnesi. Sat hann blý-
fastur í gríðarmiklum krapahrönnum, sem myndazt höfðu við
landið, og brotnaði ekki verulega. Náðist hann út, þegar veðr-
inu slotaði.
Vonin hleypti í land á Þingeyrasandi, skammt frá þeim stað,
er Sailor bar að landi. Náðist hún út síðar, óskemmd að mestu.
Skjöldur varð að hleypa undan ofsanum og lenti á Sigríðar-
staðasandi. Lá hann þar í mjúkum krapahrönnum, unz byln-
um létti, og sá ekkert á honum.
Mörg fleiri skip Norðlendinga urðu fyrir hrakningum,
misstu legufæri, rifu segl og lentu í háska, þótt sæmilega rættist
úr. Töldu Norðlendingar það einstaka mildi, að ekki skyldi
missast nema einn maður úr flokki Jreirra í garðinum. Bar Jró
öllum saman um það, að veður þetta hefði verið eitthvert hið
versta, sem þeir kynnu frá að greina. F.inkum var til þess tekið,
hversu heiftarlegt frostið var.
ESTFIRÐINGAR voru ekki eins lieppnir og Norðlend-
V ingar í Jretta skipti. Þeir misstu Jrrjú skip með allri áhöfn.
Var eitt Jreirra úr Önundarfirði, en tvö frá ísafirði. Verður nú
sagt lítið eitt frá skipum þessum og afdrifum þeirra, að svo
miklu leyti sem Jrau eru kunn. Einkum mun þó getið eins skip-
stjórans, Magnúsar Össurarsonar, en af honum hafa ýmsar
sagnir gengið vestra.
Gils Guðmundsson er f. í Hjarðardal innri í Önundarfirði 31. des.
1914. For.: Hjónin Guðm. bóndi Gilsson og Sigríður Hagalínsdóttir.
Sjómaður. Próf úr kennaraskólanum 1938. Safnað alþýðl. fróðleik um ísl.
þjóðlíf. Rit: „Frá yztu nesjum" I—II (vestf. sagnaþættir og þjóðsögur);
„Skútuöldin", tvö bindi (hið seinna væntanlegt á næstunni). Gils er
t'itstjóri sjómannablaðsins „Víkingur".