Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 52
50
JÖRÐ
Sigurður er staðinn upp og styður sig við stafinn. Honum
flýgur í hug. . . . báturinn. . . . sexæringurinn, sem liggur við
steinbryggjuna, og sjórinn. . . . hafið. . . . Það er svo langt síð-
an....
— Heldurðu, að þú getir leitt mig niður í fjöru, svona lítill?
Þú verður að passa, að ég detti ekki, og svo verður þú að passa
sjálfan þig líka.
— Já, já. . . . ég er orðinn svo stór. . . . það segir Lína. Sko,
er ég það ekki? Hann tyllir sér á tá, teygir úr hálsinum og
glennir upp augun. — Sko, ég næ hingað.
Sigurður þreifar um kollinn á honum. Jú, hann er furðu
langur, skinnið, en ekki er nú aldurinn hár.
Þeir labba niður í fjöru.
— Nei, sko! Það sitja margir, margir fuglar á bátnum.
Láki teymir blindingjann, sem hikar og leitar fyrir sér með
stafnum.
— Nú fljúga þeir allir upp, þegar við komum. . . . allir,
nema einn. Hann situr á stýrinu. Ég. . . . ég ætla að vita, hvort
hann flýgur, ef ég kem alveg upp að honum. . . . ha? Ég ætla
bara að vera fljótur. . . . núna ætla ég að hlaupa, áður en hann
flýgur.
— Ó, nei, Láki minn! Vertu ekki að ]dví. Þú getur dottið í
sjóinn.
— Nei, nei, ég dett ekki. Þú skalt bíða hérna. Svo fer ég upp
í bátinn — voða hægt, til þess að fuglinn fljúgi ekki. Svo kann-
ski næ ég í hann og kem með hann til þín, svo þú getir feng-
ið að halda á honum, af því þú getur ekki séð hann, ha. . . . ?
Láki hleypur af stað. Gamli maðurinn stendur eftir, lúðj-
andi:
— Þú gerir það fyrir gamlan mann, að vera ekki að fara upp
í bátinn. Þú getur alltaf náð í fugl fyrir mig einhvern tíma
seinna, þegar hann situr á skemmuveggnum. Þú getur dottið í
sjóinn, ef þú ferð út í bátinn.
— Allt í lagi! Ég fer oft upp í bátinn. Ég dett aldrei.
Sigurður blindi stendur eftir. . . . einn. . . . augnablik kyrr,
pjakkar síðan með stafnum, svo skeljarnar hrökkva. Hann heyr-
ir rjátlið. . . . skvampið, þegar sjórinn sogast um skeljarnar.