Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 83
JÖRÐ
81
sína að rekja til frumeindarofningar, og í öðra lagi að sum eld-
fjöll, nefnilega þau þeirra, sem gefa frá sér gufu, er hægt að
nota sem orkugjafa. Að minnsta kcsti ein ítölsk borg fær síðan
1920 rafmagn sitt frá orkuverki, sem hagnýtir eldfjallagufu.
Everson og Dunn hugsuðu sér að sprengja vismútsprengju
niðri í námugöngunum, Jaannig, að það myndaðist hægfara
orkugefandi kjarnaklofning, sem samkvæmt útreikningum
þeirra ætti að geta haldist svo öldum skipti. Nálægð sjávarins
gerði, að það mundi myndast yfirhituð gufa, sem síðan mætti
hagnýta í orkuveri, sem framleiddi nægilega mikið af ódýru
rafmagni handa a-llri Skandinavíu og Finnlandi. Sem eigendur
slíks orkuvers töldu vísindamennirnir sig hafa komið ár sinni
vel fyrir borð.
Eitt var það, sem olli erfiðleikum. Uppgötvunum í eðlis-
fræði var alltaf haldið leyndum sem öryggisráðstöfun Jress
lands, þar sem uppgötvunin var gerð, og ekki „sleppt út“ fyrr
en öryggisráð landsins hafi fullvissað sig um að uppgötvunin
var ekki lengur einkaeign þess. Og þótt vísindamenn í USA,
Rússlandi, Bretlandi eða Kína gerðu uppgötvanir, var ekki þar
með sagt að þær væru teknar í þjónustu alþjóðar, heldur var
þeim haldið leyndum af hernaðarlegum ástæðum. Af þessum
ástæðum höfðu Everson og Dunn átt í miklum vandræðum
nieð að afla sér nægilegra upplýsinga viðkomandi áformi sínu,
°g höfðu verið í miklum vafa um hvernig framkvæma skyldi
verkið.
.,Vismútklofningin,“ sagði Norðmaðurinn oft, „er alveg
óþekkt fyrirbrigði. Við verðum sennilega þeir fyrstu til að
framkvæma hana. Við höldum okkur vita hvað muni ske. En
erum við alveg vissir? Evans mun vera að vinna að J^essu sama,
einnig Chandra Lalunal í Delhi og Stackpole. Væri ekki örugg-
ast að bíða eftir frekari skýrslum frá þeim?“
Og Skotinn var vanur að segja eitthvað á þessa leið: „Bíða!
Hve lengi á maður að bíða? Eigum við að bíða það sem við eig-
um eftir ólifað? Eða þá þangað til að herforingjar eða stjórn-
málamenn hafa komizt að raun um að uppgötvunin liafi
„sloppið út“; njósnarar komizt á snoðir um hana? Gerum ráð
fyrir að eitthvað sé skakkt hjá okkur, Carl, en hvað þá?
6