Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 46
44
JÖRÐ
Lubbi kemur geltandi heim túnið, og gamla manninum finnst
allt í einu sem hundar séu einu vinirnir, er treystandi sé á.
— Lubbi greyið, komdu.... og hann klappar á lærið á sér.
Komdu hérna, gamli minn, og leyf mér að strjúka þig.
Hundurinn hleypur til hans, snuðrar í kringum hann, sezt
svo á afturlappirnar og leyfir þeim gamla að klóra sér bak við
eyrun.
Sigurði gamla þótti gaman að tala við Lubba, því hann gat
strokið honurn urn leið. Hann fann, rneðan hann var kyrr, og
gat hætt að tala, ef hann hljóp í burtu. Það var öðruvísi með
fólkið. Það var ekki gott að vita, hvort það stóð kyrrt eða 'hafði
laumazt í burtu.
Æ, já. . . . Hann þreifar í vasa sinn. . . . brjóstvasann, og
finnur það, sem hann leitar að. . . . sykurmola. í hvert skipti,
sem hann fær miðaftanskaffið, er hann vanur að lauma helm-
ingnum af sykurskammtinum í vasa sinn.... einum mola. Ó,
já. . . . það getur veriðgott að eiga sykurmola. . . . ef ekki fyrir
drenginn, þá fyrir hundinn. En hann vissi ekki, að drengnum
hafði verið bannað að éta sykurmola úr vasa hans, því litli
drengurinn sagði alltaf:
— Ég þakka Jrér kærlega fyrir, Sigurður, en. . . . svo lét hann
molann detta í grasið. Seinna kom hundurinn og át kvörnina.
En hvað urn það. í þetta skipti átti hundurinn að fá molann
beint úr hendi Sigurðar.
En jafnvel hundar geta verið önnum kafnir. Já, Lubbi þarf
að hlaupa niður í skúr. Á meðan gamli maðurinn þreifar eftir
sykurmolanum, hendist hundurinn í burtu.
— Hana, Lubbi, giæyið. . . . hana. Þú átt víst skilið að fá eina
kvörn. Hann þreifar eftir hundinum. . . . allt í kringum sig. . . .
autt og tómt. . . . Lubbi þotinn.
Hryggðarsvip slær á andlit gamla mannsins, og höndin fellur
niður, eins og hún sé Jrreytt. . . . uppgefin. Molinn dettur. . . .
Svo er eins og gamli maðurinn átti sig. Hann grípur til stafsins
og þrýstir honum ofan í mjúka moldina. . . . pjakkar. . . . aftur
.... aftur....
— Hundar, tautar hann. Hundar. Því skyldu þeir ekki hafa
réttinn til að vera önnum kafnir við að lifa? Því skyldu þeir