Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 105
JÖRÐ
103
tekið þeim breytingum, að það var ekki fyrr en þróunin hafði
náð ákveðnu stigi, þ. e. fyrir um 1000 milljónum ára, sem líf
yfirleitt gat orðið til, og það hefur ekki haft lengri tíma til að
þróast.
NÆST talar Haldane um uppruna reikistjarnanna: Þegar
heimurinn var einnar sekúndu gamall á kínematiskan
mælikvarða (sem er mælikvarði jarðfræðinga og okkar að vissu
leyti), eða fyrir nálega 10 þúsund milljónum ára á dynamiska
tnælikvarðann, voru stjörnurnar dreifðar um heiminn á svip-
aðan liátt og nú. Þær höfðu þá hreyfzt hver umhverfis aðra ó-
endanlega mörgum sinnum — en sýnilegt ljós hafði aðeins
sveiflazt um 1000 billjón sinnum. Sýnilegt ljós sveiflast um
1000 billjón sinnum á sek. og mundurn við því telja, að heim-
nrinn hefði verið aðeins um einnar sek. gamall, þegar þetta var.
Þeir, sem miða tímann við umferðir Jarðarinnar um Sólina
eða aðrar hreyfingar efnisins, mundu segja, að Jörðin (ef hún
hefði verið til) væri búin að fara óendanlega marga hringi um
Sólina, og því væri tíminn óendanlegur. Hins vegar segðu þeir,
•tð ljóssveiflurnar hefðu verið óendanlega hægar fyrst í stað.
Stjörnurnar hefðu t. d. af þessurn ástæðum lítið getað kólnað
fram til þessa tíma, eða kólnað svipað og þær nú kólna á einni
sekúndu. Kjarnabreytingar hefðu heldur ekki farið fram nerna
hlutfallslega lítið o. s. lrv. Sú geislun, sem fram hefði getað
fat'ið, hefur haft geysimikla tíðni, og væri hún ómælanleg núna.
Nú skulurn við á sama hátt athuga heiminn, þegar hann frá
sjónarmiði geislunar var aðeins tvö Jrúsund decilliónustu hluta
hr sek. (eða 2 deilt með einum og 63 núll á eftir) að aldri,
eða fyrir nálægt 100 þús. milljónum ára á dynamiska tíma-
hvarðann. Þá gátu t. d. verið til Ijósskammtar, sem höfðu tíðn-
ina billjón decillíónir. Þetta eru nálægt því minnstu ljós-
skammtarnir, sem þá gátu verið til. Orka slíks ljósskammts er
geysilega mikil, Jrví orka ljósskammtsins er því meiri, sem tíðn-
m er meiri. Sólin var á Jressum tíma lofthnöttur, er geislaði
ekki frá sér orku. Hreyfingarlögmál hnattanna voru svipuð og
hreyfingarlögmál Newtons, en einstöku sinnum komu fyrir
atvik, sem yfirgnæfa kjarnorkusprengingar nútímans, og það