Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 154
152
JÓRÐ
viðgangur og útbreiðsla margvíslegustu glæpsemi og síðari vill-
an verri en sú fyrri.
Það er ekki þar fyrir: Hinir kærulausu og þjóðhollustu-
snauðu menn, karlar og konur, og liinir hugsunar- og skiln-
ingslitlu unglingar, ,,menntaðir“ og ómenntaðir, er standa að
geigvænlegri misnotkun áfengis hér í landi — þeir eiga svo
sem lyrir því, allir sarnan, að tekin væru af þeim ráðin, að því
leyti, sem framkvæmanlegt væri. En allherjarbann er ófram-
kvæmanlegt, nema yfirgnæfandi lrluti þjóðarinnar sé því fylgj-
andi, — af því ekki hvað sízt, að áfengi er í sjálfu sér ekki
neitt skaðræði heldur raunveruleg lífsgæði, og einnig jreir
ófáir, er neyta þess sér og öðrum til gleði og gagns. Ekkert
efni er til og enginn hlutur, er jafnist á við áfengi til fyrir-
greiðslu liinu sanna, frjálsa og samúðarríka í mannlegu félags-
lífi, hvort heldur aðiljar eru tveir eða fleiri. Það getur gert
mennina að börnum og þeir þarfnast einskis fremur.
En það er eins og margt annað, sem viðkvæmast er hér í
heimi: Það er hægur vandi að troða perluna undir fótum og
gera sjálfan sig að svíni. Og Jjó að ekki sé svo djúpt sokkið, er
oft komið á ógæfuveginn áður en varir, enda stefnumunur
ósjaldan lítill, til að byrja með, stíganna, er liggja norður og
niður, og hinna, sem stefna áfram eftir lendum hins heilsu-
samlega. Þetta er, ef við menn er að eiga og normal skilyrði,
lireint uppeldis- og menntunarmál, -- að ekki sé minnst á, að
í mannfélagi með nokkrum andlegum þroska þrífst ekki áfeng-
isböl.
„Jú, auðvitað,“ grípa nú margir fram í, „af því, að andlegur
Joroski og áfengi eiga aldrei samleið!"
Hægan, vinir, hægan! Hver var það, sem sagði: „Mannsson-
urinn kom, át og drakk — og menn segja: Sjá, átvagl og vín-
svelgur?"----
Það þarf að skipa stóra milliþinganefnd í málið með þátt-
töku I. O. G. T., þjóðkirkjunnar, K. F. U. M., U. M. F. í„
læknastéttarinnar, kennara, kvenfélaga, íjnóttaleiðtoga, at-
vinnulífsleiðtoga, veitingaþjóna, bílstjóra og e. t. v. fleiri.