Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 43
JÖRÐ
41
bannað þeim að tala saman á meðan. . . . og þeir skiptast á
gamanyrðum.
Heiman frá bænum heyrist glamur í föturn og hurðaskellir.
Húsfreyja skammast. . . . hvern fjandann strákfíflið hann
Gummi hafi verið að dunda, vitandi það, að hann átti að fara
að sækja vatn, og potturinn stóð tómur á eldinum. . . .
Vesalingurinn muldrar eitthvað, og húsfreyja liendir í hann
tomum fötunum. . . . segir honum að sækja vatn.
Og strákur labbar af stað. . . . í sólskininu og logninu.
Æ, það var svo gott að sitja niður við brunn, þegar svona
Heitt var í veðri. Hér á þessum bæ mátti maður aldrei hvíla
sig- ■ • . aldrei setjast niður. Til hvers að lifa, ef maður mátti
<ddrei setjast niður og láta sér líða vel? Nei, það var engin sann-
girni í því. Hvers vegna fékk hann aldrei að fá sér miðdegis-
ólund eins og hinir karlmennirnir? Var hann þó ekki karl-
maður? Og var hann ekki að vinna allan daginn eins og þeir?
Nei, nú ætlaði liann að taka til sinna ráða. í vor ætlaði hann að
fara. Guðlaug yrði náttúrlega hrottaíega reið, en hún var svo
i oft reið, að það gerði ekkert til.
Æ, mikið yrði það ganran, þegar hann kæmist í bæinn. Þar
iengi hann þó alltaf frí á sunnudögum, já, og meira að segja á
kvöldin líka. Sunnudagarnir yrðu náttúrlega beztir. Þá gæti
i'ann sofið fram á hádegi og látið sér líða vel. Síðan gæti hann
gert, hvað senr lrann vildi. . . . Farið í bíó, eða í bíltúr um
ahan bæinn og út úr bænunr. Kannski hrugðið sér á kaffilrús
• ■ • • ja-há, á kaffihús. Þar gæti hann keypt sér lrvað, sem lrann
vtldi. Rjómaís. . . . súkkulaði. . . . nraltöl eða sítrón. . . . og svo
kaffi með kökum, rjómakökum, kremkökum og öllu mögulegu.
Allt í einu finnur hann, að hann langar svo óskaplega mikið
1 kaffi og kökur. . . . rjómakökur, namm, nanrnr! En þá rekur
úann fótinn í aðra fötuna, svo það lrrín í, og lrann vaknar af
dagdraumum sínunr. Það er öldungis rétt. Hann er niður við
brunn og á að sækja vatn í þessar fötur, og kaffi með kökum
• • • • uss. . . .!
Hann beygir sig treglega eftir fötununr og dælir í þær. Síðan
deldur hann lreim á leið með vatnið í pottinn. —
Vinnukonan er að bæta í eldinn. Kolsvartur reykur stígur