Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 80
78 JÖRÐ
að vilja ekki sleppa gæs, — því síðasta, sem hann átti eftir af
bústofninum.
Rúmenar hafa yfirleitt verið leiðitamari við Rússa, enda
líður þeim skár. Svo er nú land þeirra líka svo auðugt. En það
verður fátækara með hverjum deginum og fólkið er óánægt.
Lagaleysi veður uppi, siðgæðinu hrakar og kynsjúkdómar eru
eins og eldur í sinu.
Tjekkó'Slóvakía hefur sloppið hezt af þessum löndum. Be-
nes gekk fljótt i bandalag við Rússa, og þjóðin er einbeitt og
menningarrík. Rússar hafa tekið það til greina, þegar Tjekkar
liafa mótmælt einu eða öðru.
Einu sinni kom brezkur embættismaður til viðræðu við
Koniev marskálk, rússneska stjórnarann í Tjekkó-Slóvakíu.
Meðan hann sat á biðstofunni kornu þangað tveir rússneskir
liðsforingjar og tóku umsvifalaust af honum úrið. Maðurinn
dreif sig þá hvað sem tautaði inn til marskálksins og krafðist
skýringar. Kallað var á túlk. Og er Koniev lieyrði, hvað um
væri að vera, brosti hann og sendi mann út af skrifstofunni, en
sá maður kom aftur að vörmu spori með úrið. „Hvað sagði
Koniev eiginlega?" spurði Englendingurinn túlkinn, þegar færi
gafst. ,,Æ, liann sagði bara, að jietta væri ekkert til að gera
veður út af. Riussar væru eins og börn, sem ekki stæðust neitt,
sem gljáir á.“
Smáskæruhernaður á Parísarráðstefnu
„hinna fjögurra stóru"
í PARÍSARRÁÐSTEFNUNNI bauð
£X Mólótoff Byrnes til máltíðar tneð
sér. Og þegar komið var að kaffinu og
líkjörnum, tók hann að færa það í tal,
að orðið væri mál á að hafa sig fram
ór öngþveitinu. Sagði hann, að Ráð-
stjórnarríkin mundu tilleiðanleg að
slaka á um skaðabætur frá ítölum og
ítölsku „nýlendunum", ef Tríest yrði
fengin Júgó-Slöfum í hendur. — En
Byrnes svaraði bara: „Við í Bandaríkj-
unum eru því óvanir að hafa frelsi
þjóða í vöruskiptaverzlun." Mólótoff:
„Nú. — en hafa Bandaríkin ekki her
í öllum löndum Suður- og Mið-Amer-
fku, íslandi, Egyptalandi og Azóreyj-
um? Mér cr m. a. s. kunnugt um, að
þið eruð að reyna að vera ykkur út um
herstöðvar í íran og Tyrklandi." —
Byrnes svaraði því til, að ekki væru
nema fáein hundruð hermanna í
liverju þessara landa — aðeins læknar