Jörð - 01.09.1946, Blaðsíða 12
10
JÖRÐ
] i'ði undir lok, sem sumar víðfrægar tungur og máttugar, t. d.
iatneskan.
Þó að slík spurning kunni að þykja skynsamleg, er hún veik-
leikamerki. Á mestu vesaldómstíð þjóðar vorrar vildu tveir
skólameistarar láta flytja stólræður á dönsku og létu það í ftdl-
kominni alvöru í ljós, að íslenzka tungu ætti að leggja niður.
Virðing fárra liafa þeir síðar hlotið fyrir slíka nýjungagirni og
framsókn. Og myndu þær kynslóðir, er glötuðu móðurmáli
voru, hinu forna og merkilega, hljóta mikla aðdáun og lofstír
fyrir slíka ræktarsemi og tryggð við þessa ættleifð sína? Annars
er hér eigi staður né stund til að ræða slíkt. En spyrja má þess
trúmenn, hvort þeir hyggi, að drottinn liinna miklu viðburða
liafi eigi ætlað þjóð vorri hlutverk, er honum þótti nokkurs um
vert, þá er hann blés þeirn í brjóst að byggja land vort og beindi
hingað knömum þeirra um hina víðu vegaleysu hins mikla
hafs. Heimurinn væri fábreyttari, fátækari, ef þjóð vor hyr.fi úr
hópi þjóðanna, þótt róms hennar gæti lítt í raddliði þeirra og
lieljarsöng. Hverri menningarþjóð — hversu smá sem hún er —
kemur líf og verönd lyrir sjónir á sérstaka vísu, les árbækur lífs
vors með sérstökum gleraugum andans. Hver þjóð öðlast sér-
staka reynslu. Saga hennar af þessari sérstöku reynslu sinni og
skýring hennar á henni er eitt tillag hennar til vaxtar og þroska
allsherjar menningar.
Líf hverrar menningarþjóðar er — eins og hvert mannslíf,
samkvæmt göfugri kenningu kristilegrár trúar — verðmætt,
verður eigi bætt, ef það líður undir lok. Það er því menningar-
skylda stórveldanna, að ldynna að þjóðerni smáþjóðanna og
lieilbrigðum sérstakleika þeirra, varast liverja ráðstöfun, er
stofnar í hættu tungu þeirra, þjóðlegum einkennum og þjóð-
legum verðmætum.
ÞÉR liafið Iieyrt óskir mínar í herstöðvaimálinu. En vér get-
um ekki ávallt farið eftir óskum vorum né því, er vér
teljurn æskilegast. Margar smáþjóðir eru nauðuglega staddar,
liörmulega staddar á þessum mikla fimbulvetri mannkynsins.
Stórþjóðir þykjast verða að tryggja öryggi sitt, þurfa sér til ör-
yggis að hafa yfirráð yfir löndum smáþjóðanna. Hér er hún