Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 18
80
SYRPA
Ijós í bæ sinn fyr en hálfur mánuöur
var af vetri, og aldrei eftir a'ö þorri
var kominn. Hann sagöi aö olíau
væri svo dýr. Fólkiö varö aö hanga
cða sitja uppi í myrkrinu sjálfu sér
og öörum til skapraunar. Þar voru
ekki sjómennirnir til aö segja sögur.
Ef hann sá einhvern líta í bók á dag-
inn varö liann æfareiöur og hélt að
bækur væru engin fæöa. Ekkert
prentað blað kom þar inn fyrir hús-
dyr, og enga bók átti hann, nema
4 húslestrabækur og Helga-kvcr.
Hve langt heldurðu að myrkriö—?”
Maria hallaöi sér til í stólnum og
greip í handlegginn á mér. Eg reis
upp viö dogg og við störðum hvort
á annað.
“Heyröu, Magnús, heyröu!” sagöi
hún. “Hugsaðu þér ef allir, hver
einasta manneskja heföi altaf ljós-
iö tendrað í Ijóskcrinu sínu, hugsaðu
þér hvað þá yröi bjart og hlýtt í ver-
öldinni og hvað þá yröi indælt að
lifa.”
Eg hallaði mér aftur út af og sagði
ekki fleiri sögur það kvöldið.
Bg. Br.
Dæmisögur Lincolns.
Einhvern tíma á ófriðarárunnm
kemur bóndi fyrir forseta og kærir
heytöku frá sér, er hermenn voru
valdir að, og bað forseta að sker-
ast í það mál.
,,Þér minnið migf á drenginn, sem
misti eplið fyrir borð“ segir forseti
,,Jack Chase var fyrir 25 árum
hverjum manni fræknari að fieyta
timbri niður eftir Ohio-elfi. En svo
kom gufubátur á ána og Jack var
gerður að yfirmanni á honum. Hann
var jafnan vanur að taka sjálfur við
stýrishjólinu þegar kom að svöðun-
um. — Einu sinni þegar báturinn
var í hörðustum fossandanum og
Jack þurfti að hafa sig allan við, að
bátinum fieygði ekki flötum við
straumiðunni, kallar smásveinn með-
al farþegjanna alt í einu upp:
,Kapteinn, kapteinn; stöðvið þér
bátinn snöggvast; eplið mitt datt í
ána‘
Einu sinni kemur símskeyti til
Washington, höfuðborgarinnar, um
að skothríð heyrist þar og þar,
sem til var tekið, nærri Knoxville,
— tölu verð fallbyssuskothríð. , ,Þaö
er gott; mér þykir vænt um það“,
segir forseti. Einhver viðstaddur
sagðist ekki skilja í því, aS for-
seta þætti vrent um það, með því
að áður hefði það frézt síðast, að
herinn norðanmanna væri nauðu-
lega staddur. ,,Mér datt í hug
kona í Springfield“ (þar átt Lincoln
heima áður en hann var forseti);
,,hún átti margt barna, og lét þau
að jafnaði eiga sig á daginn. Heyrði
hún grát til einhvcrs þeirra ein-
hverstaðar úti, sagði hún: Guði
sé lof þá veit eg þó að þessi krakk-
inn er ekki dauður“.