Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 9
JARÐSTJARNAN MARS
71
Hitt tungliö er nefnt Phobos, það
er að eins 3,750 mílur frá yfirborði
Mars. Phobos ferðast einu sinni
kringf um Mars á 7 kl. 39 mín. Mars
snýst um íis sinn á 24 kl. 37 mín.
Phobos fer því þrjár umferðir kring
um Mars á hverjum degi. Mars-
búum myndi því sýnast Phobos rísa
í vestri og setjast 5| kl. síðar í
austri. Tungl þessi sjást að eins í
góCum sjónaukum.
III.
Ef Iitiö er á Mars með berum
augum er hann rauðleitur að sjá.
Sé hann athugaöur með sjónauka
sjást á yfirborði hans dökk-grænir
blettir og oft sjást stórirhvítir blett-
ir sem hylja heimskautalönd stjörn-
unnar. Dökku blettirnir breitast
lítiö sem, ekkert. En hvítu blettirn-
ir eða ,,pól‘‘-blettirnir, eins og þeir
nefnast, stækka og minka og h verfa
stundum algerlega. Þessar'breyt-
ingar virðast háðar ftrstíðunum á
plánetunni. Þegar miður er vetur
á öðrum hnatthelmingnum er pól-
bletturinn þeim megiu sem stærst-
ur. Þegar vorar smá minkar hann
uns hann nærri hverfur, eða hverf
ur algjörlega. Herschel áleit því að
pólblettirnir væru myndaðir af snjó
sem félli á vetrunum og bráðnaði
svo að sumrinu. Ef við tökum til
dæmis norður-helming jaröarinnar,
vitum við að um hávetur nær snjó-
cg ísbreiðan langt suður eftir hon-
um. Að sumrinu verður þetta svæði
tiltölulega lítið. Það er því mjög
líklegt að á jörðinni sæust pól-blett-
ir, sem stækkuðu og minkuðu eftir
árstíðum, ef hún væri athuguð frá
Mars.
Ef þessir póljblettir ft Mars eru
sjnór þá hlýtttr að vera vatmsgufa í
loftinu umhverfis hann. Að svo sé
er enn ekki sannað. Menn hafa
reynt að nota litsjána (spectro-
scop) til að komast fyrir hið rétta,
en útkoman veröur ekki sú sama
hjá öllum. Huggins ogVogelgerðu
fyrstu tilraunirnar 1867 og enn aðr-
ar 1873. Þeir komust að þeirii
niðurstööu að Mars hefði gufuhvolf
sem væri mjög likt gufuhvolfi jarð-
arinnar. Keeler og Campbell hafa
gert margar og nfikvæmar athug-
anir og niðurstaða þeirra er sú að
vatn sé ekki til fi Mars hvort heldur
sem vökvi eða gufa. Nýlega voru
tilraunir gerðar við Lick stjörnu-
turninn nteð enn nákvæmari verk-
færum og benti úlkoma þeirra á að
Keeler og Campbell væru réttir.
Vorið 1908 tókst V. M. Slipher við
Lovvell stjörnuturninn, í FlagstafiF
að búa til mjög næmar myndaplötur
og tók hann með þeim myndir af
litbandi tunglsins og litbandi Mars.
Tunglið hefir ekkert gufuhvolf —
vatn er þar ekki til. Vatnsgufu-
rákirnar í litbandi tunglsins myndu
því orsakast af vatnsgufunni ígufu-
hvolfi jarðarinnar. Iif vatnsgufaer
til í gufuhvolfi Mars ættu því rák-
irnar sem tilheyra henni að vera
skírari í litbandi Mars en í litbandi*)
tunglsins. Þetta tókst Slipher að
sýna. Samt sem ftður er það víst
að þar er mjög lítið um vatn.
Ef pól-blettirnir eru snjór þá hlýt-
ur að vera nógu mikill hiti ft Mars
til að bræða hatin úr því blettirnir
minka og hverfa. Að svo sé er
*) ,,Litband“, ,,l.itbandsrákir“. — Ef
lesariim æskir frekari útskýringa á þess-
um orðum er honum bent á hina ágætu
ritgerð dr. phil. Agústs Bjarnasonar í
Skírnij 3. og 4. hefti 1910, meðfyrirsögn-
inni:, ^Efniíílíenninyin Nýja“.