Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 41
í RAUÐÁRDALNUM
103
tók hann samanbrotiö dagblaö upp
úr vasa sínum og lagöi þaö ú borð-
ið, og fór svo aö þvo sér meömestu
vandvirk ni.
Björn var á líkum aldri og Kjart-
an, en þelr voru mjög ólíkir aö flestu
leyti. Björn var meðalmaöur á hæð,
en ákaflega þrekinn og jafnbola,
bjartur á brún og brá, kringluleitur
og rjóður í kinnutn, glaðlegur og
meinleysislegur. Allar hreyfingar
hans báru þess ljósan vott, aö hann
var frískur og karlmenni aö burö-
um. Hann næstum hljóp viö fót,
þegar hann kom heim frá vinnunni
um kvöldið, og var að sjá alveg ó-
þreyttur, en vann þó efiöasla verkið
í myllnunni. Ilann var í bláum
strigafötum, og þaö lagði megnan
svitaþef af honum, þegar har:n
kom inn.
En útlit og framkoma Arnórs var
á alt annan veg. Hann var á tvít-
ugasta árinu, hár og grannvaxinn,
meö ljós jarpt hár og stór, grámó-
rauö, dreymandi augu. Hann var
ekki ófríður sínum, en fremur
heilsuleysislegur var hann og niður-
lútur. Einhver dularkendur rauna-
blær hvíldi yfir öllu andlitinu, ein-
hver undarleg ókyrö var á taugum
hans, og augun lýstu einhverjum
óljósum kvíða og ístööuleysi. Og
samt var eitthvað þaö við hann,
fanst mér, sem bar vott um miklar
gáfur og gott hjarta. Hann var
áreiðanlega, eins og frænka mín
haföi sagt mér, ,,ofurlítiö undarleg-
ur“, eða ekki eins og fólk gerist
flest. — Hann er líka aöal-hetjan í
þessari kynlegu sögu.
Þannig voru þá borðmenn-
i r n i r hennarfrænku minnar útlits;
en af ónefndum og gildum ástæöum
ætla eg ekki aö geta um það, hverra
manna þeir voru, eða hvaðan af ís-
landi. Þeir Kjartan og Björn höföu
þegar tekið sér ensk viöurnefni, því
það gjörðu margir Vestur-íslend-
itigar á þeim árum (og gjöra það
enn í dag), og var þeirn það varla
lágandi, því íslenzku nöfnin flest
létu ntjög illa í eyrum, þegar þau
voru borin fram af hérlendri alþýðu.
Og þó sum viðurnefni íslendinga
vestan hafs þyki afkáraleg og ekki
vel íslenzk, þá eru mörg af þeim
(að mínu áliti) mjög falleg og vel
viðeigandi í þessu landi.
Þegar allir voru búnir að þvo sér
og greiða sér, og Kjartan var búinn
aö láta á sig nýjan kraga og nýtt
hálsknýti, þá var tekiö til snæðitigs,
og var ýmislegt talað á meðan við
sátum undir borðunt. Það var
Kjartan, sem mest hafði að segja,
því hann las ensku og keyptl morg-
utiblaðið á hverjum degi, og virtist
hann hafa mikið vndi af því, aö
segja frá ýmsu, sem blaðið gat um.
(Um þaö leyti var fátt um íslenzk
blöð í Vesturheimi, því ,,Framfari“
var þá liðinn undir lok, og ,,Leifur“
rétt nýbyrjaðúr aö koma út).
„Hvernig féll þér .nú við verk-
stjórann þinn í dag, Björn niinn?“
sagði Kjartan, þegar hann var ný-
seztur.
,,Ágætlega,“ sagoi Björn; ,,hann
vann sjálfur með mér um tíma eftir
hádegið og kallaði mig í hverju
orði f r æ n d a s i n n. “
„Kallaði hann þig frænda
sinn?“ sagöi Anna; ,,nú, honum
þykir þá eitthvað lítið vænt um
þig. “
,,Já, hann kallaöi mig f r æ n d a
s i n n í hverju orði, þegar við vorum
að hlaða saman eikarbjálkunum.“
,,Ómögulega getið þið þó verið