Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 30

Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 30
92 SYRPA vegageröarmönnum. Þeir liöföu fjölda asna og hesta og hvaö annað, sem þurrti handa landher. Byrgðir þeirra af brauöi voru svo miklar, að þeir gátu ætlaö hverjum manni hálfa vætt A mánuði í hálft ár; og var þyngd þess samanlögö 100,000 vættir. Þeir höfðu 147,000 tunnur víns, nóg til hálfs árs, 6500 vættir af reyktu svínakjöti, 3000 vættir af osti, og auk þess fisk, hrísgrjón, baunir, olíu, edik o. fi. Ennfremur höfðu þeir 12,000 tunnur af fersku vatni. og gnægö af öllum útbúnaöi, svo sem kertum, ljóskerum, lömp- um, seglum, hampi, uxahúðum og blýi til að fylla kúlugöt. í fám orðum sagt: þeir fluttu tneð sér alt, sem þurfti á skipum eða landi. Á flotanum voru, samkvæmt ætl- un konungsins sjftlfs, 32,000 manns, og kostnaðurinn viö hann var 30,000 •Vdúkatar á dag. Fimm spánversk- ar hersveitir voru þar undir forustu fimm foringja og margir gamlir og reyndir hermenn, valdir úr herbúð- unum í Sikiley, Neapel og Tersera; einnig hersveitir frá Kastiliu og Portúgal, sem allar höfðu sína eigin foringja, merki og vopn“. Á meðan verið var að undirbúa þennan geysistóra flota í syðri höf- um spánska ríkisins, safnaði prins- inn frá Parnia með ótrúlegum dugnaði flotadeild í Dunkirk ásamt smærri skipum og flatbátunum, er hann lét smíða, til að flytja á til Englands úrvalsliðið, sem var sér- staklega ætlað til þess að leggja England undir sig. Þúsundir smiða unnu nótt og dag í höfnunum í Flanders og Brabant að smíði þess- arra skipa. Hundrað skútur voru smíðaðar í Antwerp, Bruges og Ghent og hlaöin meö vistum og skotfærum; voru þau, ásamt sextíu ílatbátum, sem báru þrjátíu hesta hvor, fluttar til Nieuport og Dun- kirk, eftir skuröum og díkjum, er voru grafin til þess. Eitt hundraö smærri skip voru útbúin i Nieuport og þrjátíu og tvö í Dunkirk; og voru þau fermd með 20,000 tómum tunnum og öðru efni til aö byggja flotbrýr, fylla upp hafnir og setja upp vígi og varnargarða. Herinn, sem skip þessi áttu aö flyta til Eng- lands, var þrjátíu þúsund fótgöngu- liðs og fjögurþúsund riddaraliÖs. Var það valdasta lið Norðurálfunn- ar, með fulltim kröftum eftir langa hvíld og fult af vonum um vissan sigur og gripdeildir. Sir William Stanley, sem hljóp undan merkjum Englands, ráðlagði Filipusi að ráðast ekki strax á Eng- land, heldur að reyna fyrst aö koma hernum á land á írlandi og búa þar um sig. Sjóliðsforingi hans einn, Santa Cruz hafði ráðlagt honum að ná fyrst á sitt vald einhverri höfn á Hollandi, þar sem flotinn gætifund- ið skjól fyrir stormum, þegar hann væri kominn í Ermarsund, og siglt þaðan til Englands. En Filipus fylgdi ekki þessum ráðum, heldur skipaði svo fyrir, að strax skyldi ráðast á England. Tuttugasta maí sigldi fiotinn út úr Tagus-fljóti með mikilli viðhöfn. Töldu Spánverjar hann ósigrandi; og þúsundir manna, setn skoðuðu England sama sem yfirunnið, lustu upp gleðiópi. En á leiöinni norður með Spánarströnd- um hrepti hann ofviðri mikið, sem hrakti hann til baka inn í hafnirnar við Biscay-fióann, og varöhann fyr- ir all-mikluni skemdum. En mesta tjónið hafði hann samt beðiö áður en hann komst út úr Tagus-fljótinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.