Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 53
í RAUÐÁRDALNUM
115
,,En hvenær komstu hingaö til
Ameríku?“ spurði eg.
,,Það eru nú bráöum tvö ár síð-
an, “ sagði Arnór.
,,Þú hefir verið fljótur að læra
ensku,“ sagði eg.
,,Eg lcann hana ekki að neinu
gagni,“ sagði hann, ,,en eg fekk
samt ofurlitla tilsögn í henni áður
en eg fór að heiman“.
,,Mér hefir verið sagt að þú hafir
verið um tíma í New York.“
,,Eg var eitt ár í Brooklyn,"
sagði hann og leit á mig stórum
augum,
,,Af liverju fórstu þangað?“
,,Eg átti þar frænda?“
,,En þér hefir ekki líkað að vera
þar Iengur?“ sagöi eg.
„Jú, eg kunni þar vel við mig, en
eg fekk þar enga vinnu, sem átti
við mig, og kaupgjaldið var lágt.“
,,Og er frændi þinn þar enn þð?“
,,Já,“ sagði Arnór. Og eg fann
að hann vildi ekki tala meira um
veru sína í Brooklyn, því hann fór
að segja mér frá kvæði, sem hann
var nýbúinn að lesa. Það var
,,Maud“ eftir Tennyson.
Stundum varð Arnór nijög önug-
ur, ef eg lagði fyrir hann spurning-
ar, sem á einhvern hátt snertu hann
sjálfan. Hann sagöi þá, að mig
varðaði ekkert um að vita það, og
vildi að eg segði sér, hvað tnér
gengi til að spyrja þannig. Og að
lokum sá cg, að bezt mundi vera að
spyrja hann sem allra minst um
hagi hans. En samt sannfærðist eg
alt af betur óg betur um það, að
hann bjó yfir einhverju, sem var
dularfult. Og um leið óx forvitni
mín um allan helming.
Og nú verð eg að segja frá nokk-
uru, sem forvitni mín og ungg^sðis-
háttur kom mér til að gjöra, þó það
að vísu sé mér til lítils heiðurs, að
segja frá því. Það var sem sé einn
morgun í júlímánuði, að Arnór fór
venju fremur snemma til vinnu sinn-
ar, og var eg ekki vaknaður, þegar
hann lagði af stað. En þegar eg
var að klæða mig, gætti eg að því,
að kistan hans var opin, aldrci
þessu vant, og rak eg strax augun
í dálitla vasabók, sem lá ofan á litl-
um bréfa-búnka efst í kistunni. Eg
veit ekki, hvað það var—en líkleg-
ast var það forvitni mín og ungæð-
isháttur — sem kom mér til að taka
bókina og Iíta í hana. Og þá í
svipinn fanst mér að það mundi
vera ofboð saklaust, þó eg gjörði
þetta, þar sem kistan var opin og
vasabókin lá efst, og eigandinn þar
að auki samlandi minn, herbergis-
nautur og kunningi. Mér fanst
að það mundi ómögulega geta skað-
að mig, eða hann, cða nokkurn
annan, þó eg liti sem allra snöggv-
ast í þessa bók, því eg þóttist vita,
að hún hefði ekki neitt launungar-
mál að geyma. Og eg sá strax,
þegar eg opnaði hana, að þetta var
nokkurs konar dagbók, sem Arnór
skrifaði ýmislegt í sér til minnis, til
dæmis utanáskrift ýmsra, og eins,
livað marga daga að hann hafði unn-
ið í þessum og hinum staðnum, með
fleira og fieira. Blöðin í bókinni
voru fá, en á fiest þeirra var eitt
hvað skrifað, og skriftin var falleg
og læsileg, en freniur smá. Og þó
eg segi nú sjálfur frá, þá las eg
ekki meira af því, sem í bókitini
var, en á að gizka sjö eða átta lín-
ur á fyrstu blaðsíðunni; og eg er
viss uni það, að ekki hafa liðið meira
en í mesta lagi tva3r mínútur frá
því, að eg fyrst snerti bókina, og