Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 56

Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 56
118 SYRPA ar hinn hætti, og lagt fyrir hann þús- und spurningar til að svara, svo hann yröi neyddur til a‘8 færa fram fullgild og nægileg rök fyrir líkamlegri til- veru þessa huldulýös. Þetta haföi hann ætlað sér, þegar hinn dularfulli maöur heföi lokiö máli sínu til fulls. En hinn gaf honum ekki höggstaö á sér. Iiallur komst ekki að með eina einustu athugasemd, hvaö þá meira. Þessi mikli maöur var hon- um horfinn út í veöur og vind meö síðasta orðinu, sem leið af vörum hans. Svona mikla yfirburði haföi hann fram yfir hinn vitra Tungu-Hall. Nokkra stund var Hallur eins og hálfringlaöur á eftir, en náði sér þó brátt og gat þá fariö aö liugsa um þennan kynlega fyrirburð með full- kominni hugarró, — fyrirburö, sem honum var þó allsendis ómögulegt að skilja í þetta sinn. Nú fanst honum þó enginn vafi geta leikið á því lengur, aö þetta heföu veriö líkamlegar verur, á sama hátt sem vér mennirnir. Hann haföi veitt þessu svo náiö athygli, meöan á samfylgdinni stóð. Þaö voru menn og konur á ýmsum aldri og af ýmsri stærö; með ólíkum svip og breytileg- um háralit, svo sem rauðleitum, brún- um, ljósum og dökkum. Andlitin einnig með ýmsu lagi og mismunandi fegurö. Búningurinn talsvert. breyti- legur; en á körlum samt líkur því, er hann átti að venjast á prúöbúnu fólki er var á leið til kirkju sinnar. Bún- ingur kvenna var þó miklu skraut- legri og tilkomumeiri en hann haföi áöur séö; og fanst honum, sem líkj- ast myndi fremur því, er tíðkaðist í fornöld þjóðarinnar á skartkonum og ættgöfgum hefðarmeyjum, er bárust mikiö á. Þær voru í litklæðum og báru mikiö gull og silfur. Yfirleitt #anst honum fólkiö frítt, fagurlimað _ og tilkomumikiö. Þaö fanst honum sárast, að geta ekki komist að sannleikanum, því það hafði hann ætlað sér í fyrstu. Aldrei haföi hann árætt að spyrja neins, meöan hann var því samferða. Þaö var eitthvaö í svip og framkomu þess allri, er vakti geig hjá honum; eitthvað, er hann jafnvel hræddist, enda þótt hann væri talinn meö hug- djörfustu mönnum. Þaö var líka eitthvaö, sem ónýtti allar tilraunir hans í þá átt aö fullnægja forvitn- inni. Það var eitthvað dularfult, sem ávalt hratt honum til baka, er honum fanst vera bæöi ógnandi og ægilegt. En þó gat hann alls ekki gjört sér gren fyrir því, í hverju þaö væri sérstaklega fólgið. Hann var þó sannfæröur urn þaö, aö þessar þöglu mannverur hefði í sér hulinn kraft, er okkar kyni væri langt um megn að yfirbuga eöa þreyta við á nokkurn hátt. — Það var sú niðurstaða, er hann hann komst aö seinast. Að öllum líkindum var þetta huldu- fólk. Þarna sýndu þær sig honum sjálfar, þessar kynjaverur, er hann haföi mest barist á móti aö gætu til veriö. Lýsingarnar, sumar að minsta kosti, komu vel heim við það, sem hann hafði nú sjálfur séð með eigin augum. Var þá sízt aö fortaka, aö fleira gæti satt veriö. Það leit svo út, aö þær sögur væri þó ekki allar uppspuni og hjátrú heimskra manna. Eullkomlega sannfæröur um þetta var hann þó ekki enn þá. Hann varð aö fá betri sannanir en þetta, til aö yfirgefa til fulls sínar gömlu, hleypi- dómsfullu skoðanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.