Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 48

Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 48
110 SV'RPA an. Og báðir vorn þeir nýlega komnir til Winnipeg — annar frá Lundúnum, en hinn frá Dyflinni. — Um herra Potter hefi eg fátt aB segja, enda hafSi eg lítiö saman við hann aö sælda. Eg læt mér nægja aö geta þess, aö hann var miðaldra maður, lítill vexti, Ijóshærður, sér- lega blíður í máli, og vann algenga daglaunavinnu. — En um írann minn, hann herra O’Brian, verö eg að vera íjölorðari, því hann var fyrst og fremst mjög einkennilegur og merkilegur maður, og svo var harm all-mikið viðriðinn ýmsa þá atburði sem síðar verður umgetið í sögu þessari. Hann var rúmlega fimtugur aö aldri, og átti uppkomin börn heima á írlandi. Hann kom vestur með konuna og tengdamóður sína, keypti sér hest og áburðarvagn, og fekk nóg að starfa við það, að flytja far- angur og bögla um borgina. Ilann kunni vel meö hest að fara, og hafði lengi verið ökumaður í Dyflinni. Og hann sagði mér það oftar en einu sinni, að það eina, sem hann hefði verulega lært á hálfri öld, væri það, að sitja og halda í tauma á hesti. Aldrei sagðist hann hafa þolað að hafa húsbónda yfir sér, og kendi hann um hinu róstugjarna írska fornkonunga blóði, sem hann sagði að ólgaði í æðum sér. —Hann var fremur hár vexti og ákaflega þrekinn og kraftalegur, en hann var allur skakkur og úr Iagi geng- inn, og sagði hann að gigtin hefði farið svona með sig — það var jafnvel eklti laust við að munnurinn á honura væri ofurlítið skakkur. Kjálkarnir voru sterklegir, ennið mikið og' með ótal rákum, augna- brýrnar þungar, og nefið srórt, en vel lagað. Hann var bólugrafinn mjög, og óprýddi það hann mikið— svo að í fljótu bragði virtist manni hann vera heldur ófríður sýnum og næstum ægilegur—en augun bættu það upp, því þau voru sérlega hýr- le§T °gi lýstu upp þetta stórskorna, hrufótta andlit, svo manni fór að þykja hann faliegur, þegar maður kyntist lionum. Eg man eftir því, að mér varð starsýnt á hann, þegar eg sá hann fyrst — það var fyrsta morguninn, sem eg var í skakka húsinu. Eg mætti honum í ganginum. Hann kom að utan, og hafði verið að hirfa um hestinn sinn. Har.n var nú treyjulaus. Ermarnar á skyrtunni voru brettar upp fyrir olnboga, og voru framhandleggirnir loðnir mjög og ákaflega kraftalegir. Hann var að raula fyrir munm sér gamla írska drykkjuvísu. Og á íslenzku mundi þessi vísa vera hér um bil á þessa leið: ,,Og þeir urðu magrir strax, ef þeir átu tórnan lax, — og tugðu gomm. En þeir fitnuðu eins og svín, ef þeir fengu brennivín, eða romm.“ Röddin var djúp og karlmannleg og tungutakið írskt, og hann velti vöngum ofurhægt, á meðan hann var að raula þetta. ,,Sæll vertu, sonur, “ sagði O’Bri- an við mig, og brá upp hægri hend- inni á hermanna vísu. ,,Sæll, herra minn!“ sagði eg og hneigði mig. ,,Og átt þú líka hér heima, son- ur?“ sagöi hann og leit kýmilega til mín. ,,Að minsta kosti var eg hér í nótt, “ sagði eg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.