Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 40
102
SYRPA
kallaBi, ,b o r 8 m e n n i n a‘ sína.
,,Klukkan er nú orðin hálf sex,"
sagöi frænka mín; ,,eg verö að
flýta mér að búa til kvöldveröinn,
því borðmennirnir mínir
koma bráðum heim“.
A8 fáum mínútum liönum var hún
búin aö hafa fata skifti, búin að
kveikja upp eld í hitunarvélinni, og
farin aö tilreiöa kvöldveröinn. Hún
vísaöi mér til sætis í eldhúsinu; og
þó hún heföi í ótal mörgu aö snúast
og væri á stööugri ferö fram og aft-
ur um herbergið, þá var hún alt af
aö tala viö mig á meðan. Hún
sagöi mér frá tildrögunum, sem láu
til þess, aö hún og maöurinn henn-
ar sálugi rifu sig upp frá góÖu búi
á íslandi, vorið I874, og fluttust lil
Kinmount í Ontario, og hvernig
það atvikaðist aö þau fluttust þaöan
aftur árið eftir til Nýja-íslands.
Hún sagöi mér um allar þær miklu
hörmungar, sem fyrir hana komu
þau tvö ár, sem hún dvaldi þar í
bjálkakofa langt inn í skóginum.
þar misti hún manninn sinn og báöa
drengina sína — alla úr bólunni.
Og hún sagöi mér hvernig hún fór
að því, aö komast þaöan í burtu,
með Önnu litlu dóttur sína, og fara
til Winnipeg, hvernig hún í fyrstu
eftir aö hún kom þangað, haföi 01 ö-
ið að brjótast áfram til þess aö þær
gætu lifaö, og hvernig hún aö lok-
um hefði yfirstigiö allar þrautir,
og væri nú búin að leggja svo mik-
iö fé til hliöar, aö hún gæti innan
skams fest kaup í lítilli bæjarlóö á
Point Douglas. — Hún sagði að
Anna væri nú komin á Atjánda áriö,
væri efnileg og heilsugóö’og ynni
fyrir dágóöu kaupi. — Hún sagöi
mér líka ýmislegt um mennina, sem
voru á fæöi hjá henni: sagði að þeir
væru allir sérlega vænir menn og
ráövandir, aö einn þeirra héti Kjart-
an og ynni viö srníöar þar skamt frá;
annar héti Björn og ynni við sög-
unarmylnu nálægt Louise-brúnni;
og að hinn þriðji héti Arnór og ynni
hér og þar.
,, Ilann er ofurlítiö u n d a r 1 e g-
u r, hann Arnór, “ sagði frænka
mín; ,,en hann er frórnur og skikk-
anlegur, og þér mun falla hann vei
í geö, þegar þú ferö aö kvnast
honum. “
Þegar klukkan var oröin sex og
gufuvélarnar í mylnunum voru ;iö
blása; þá var frænka mín aö breiða
dúkínn á boröið, og kveldveröurinn
var til. L-itlu síðar komu b o r ö-
m'ennirnir hennar heim frá
vinnu sinni, og Anna nokkru þar á
eftir.
Mér varð sérlega starsýnt á þessa
menn, því þó þeir væru landar mín-
ir, og heföu engin veruleg líkams-
lýti eða neina óvenjulega kæki, þá
voru þeir samt í mínum augum
nokkuö sérkennilegir og frábru gön-
ir þeim fáu íslendingunt, sem eg
haföi kynst austur í Ný'ja Skotlandi.
Eg sá aö Kjartan var all-mikiö
snyrti menni. Fötin fóru honum
einkennilega vel, og voru hrein, þó
hann kærni úr vinnu og strætin
væru forug. Ilann haföi unt háls-
inn hvitan, stífaöan kraga og' blátt
hálsknýti. Og fas hatis og fram-
framkoma lýsti því, aö hann fann
töluvert til sín og vildi hafa á sér
heldri manna snið. Hann var
hvorki hár né þrekinn, en hann var
fallegur í vexti, dökkhærður, meÖ
dálítiÖ yfirskegg, vel snúið, hann
Var þunnleitur nokkuö og úteygöur,
og var á aö giska rúmlega hálf þrít-
ugur að aldri. Þegar hann kom inm