Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 4

Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 4
66 SYRPA voru sveipuð dularfullri rökkurslæð- unni, og; ferstrenda turninn á kirkj- unni, sem skar svo greinilega af við himininn. Áin rann þar fyrir neðan meS hægum straumi og skol- aði mjúklega bakkana, sem allir sýndust gráir í Ijósaskiftunum, og fyrir handan ána voru fjárhópar á beit. Alt þetta haföi áhrif á hjarta hans; hann hafði aldrei fundiö eins glögt til þess, aö hann var lifandi. og hvað það var: að lifa. Dauðinn hafði hendina alt af út- rétta. Faðirinn barðist við hugsanir sín- ar, en af því að hann var hikandi, dvínaði kjarkurinn og lífslöngunin varð æ því sterkari. Þarna, við fætur hans, var garð- urinn sem hann hafði ræktað, og þar rétt við akurinn, sem hann hafði yrkt. Blómin höfðu lokað krónun- um og blunduðu; — það var kyrt og hljótt — svo kyrt, að hvert minsta hljóð sem bar vott um líf, varð enn þá skýrara í eyrum hans. Hann heyrði blístur eimreiðarinnar í fjarska, hann þekti hvaða eimreið það var og vissi til hvaða borgar hún var að fara. >— Skyldi hann aldrei koma þangað framar ? H vað átti hann að gera ? Það var ekkert í eðlisfari hans sem studdi á- form hans. Fuglarnir flugu á grein af grein, og það var eins og blöðin lifnuðu — kyngimagn lífsins töfraði hann — og hann átti að missa lífið. Einn hesturinn hans gerði há- reysti í hesthúsinu, og hann sneri sér ósjálfrátt þangað — það var svo margt að starfa. híundurinn hans fór þá líka að gelta, og það var eins og hnífur væri rekinn í hjarta hans, er hann heyrði til hundsins. ,,Ertu tilbúinn?“ sagði datiðinn. ,,Nei, nei; eg get ekki komið !“ sagði faðirinn með öndina í háls- inum. Svo sneri hann sér við og gekk inn í húsið, niðurlútur. Hann þorði ekki að fara aftur inn í herbergið, þar sem drengur- inn hans lá ; hann fór inn í herbergi sitt, óstjórnlega glaður, ogr sat þar og hlustaði á hjartslátt sjálfs sín í myrkrinu. Móðir drengsins og tvær systur hans voru eftir í herberginu hjá hon- um, og þegar komið var fraln á nóttina fór yngri systir hans út í garðinn. Hún var orðin svo þreytt að vaka. Þá sá hún þar dauðann og þekli hann. ,,Eg verð að taka iíf einhvers í þessu húsi“, sagði hann. ,,Lofaðu bróður mínum að lifa“, sagöi litla stúlkan með titrandi röddu ; ,,lofaðu honum að lifa en taktu mig, mér þylcir svo vænt um hann — við erum svo samrýnd. Hann man alt af eftir mér“. ,,Komdu þá!“ sagði dauðinn og rétti út hendina. Þá ólgaði blóð litlu stúlkunnar og hún hoppaði eirðarlaus af starfsþrá, eins og æskunni er eiginlegt. Hún horfði óttaslegin á dauðann, sem stóð andspænis henni með útrétta hendina. Hún sá stjörnurnar blika á himn- inum, kvikandi, blossandi — ekki kaldar og dauðar, eins og sumar nætur. Hún sá legsteinana í kirkju- garðinum, og þeir bentu út í loftið eins og hvítir fingur. Hún sá ána blika eins og silfurbelti í stjörnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.