Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 23

Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 23
SJÓORUSTAN 85 Aö eins ein þjóð hafði getað veriö sivakandi óvinur hans. Hngland hafði stutt þegna 'nans í Flanders, sem risu tipp móti honum, og lagt þeim til bæði menn og fé. Ensk skip höfðu rænt í nýlendum Spánar og boðið valdi hans byrginn ba^ði í Vest.urheimi og Norðurfilfunni. Flotadeildir hans höfðu farið hall" oka fyrir þeim, og þau höfðu tekið borgir herskildi fyrir honum og brent hergagnabúr hans á ströndum sjálfs Spánar. Englendingar höfðu sýnt Filipusi sjálfum lítilsvirðingu; hann var gerður hlægilegur í enslc um háðleikum. Skopiö hafði tendr- að reiði hans jafnvel enn þá meira en tjónið, sem vald hans hafði liðið. Það var því í tvöföldu hefndarskxni að liann réðist á England. Ef það tækist að leggja England undir sig, hlutu Hollendingar að gefast upp, Frakkland gæti ekki reist rönd við honum og keisaravaldið') mundi ekki verða honum mótfallið—heims- veldið sýndist í vændum, ef hið marghataða England yi ði yíirunnið. Filipus hafði enn þá eina hvöt, og hana sterka, til að segja Eng- landi stríð á hendur. Hann var einhver hinn einlægasti og strang- asti trúofstækismaður síns tíma. Hann skoðaði sig sjálfur og var af öðrum skoðaður sem til þess kjör- inn að uppræta villutrú og setja aft- ur á stofn vald páfans um alla Norð- urálfuna. Um miðja sextándu öld- ina byrjaði megn mótstaða gegn mótmælenda trúnni af hálfu ka- þólsku kirkjunnar, og Filipus trúði því, að forsjónin ætlaði sér að halda því verki áfram. Allar siðbótar- i) Þá var keisari Rudolph annar yiir hinu forna þýzku keisararlki.—Þýð. kenningar höfðu verið fullkomlega upprættar á Spáni og Italíu, og Belgla, sem að hálfu leyti hafði snúist til mótmælendatrúar, var orðin eitt hið ramm lcaþólskasta land I heimi. Hálft Þýzkaland var aftur unnið undir kaþólsku kirkjuna. Endurbótin svo nefnda innan ka- þólsku kirkjunnar hafði greiðan framgang í Savoy á Frakklandi og í Sviss, ICaþólska sambandið') var sigursælt á Frakklandi. Páfavaldið var risið úr svefnmóki því, sem það hafði legið í um margar aldir, og sýndi nú með aðstoð Kristmunkanna og annara klausturfélaga rögg af sér, er minti á daga H íldibrandar Og Innocents þriðja. Mótmælendurnir í Norðurálfunni liöfðu því nær látið hugfallast og litu til Etiglands eftir hjálp og vernd. Menn viðurkendu að á Eiiglandi væri aðalveldi mótmælendati úar- manna; og' að ef England yrði yfir unnið væri mótmælendahreyfing- unni veitt banasárið. Sixtus fimti, sem þá var páfi, hvatti Filipus mjög til þess. Og þegar sú fregn barzt til Ítalíu og Spánar, að Englands- drotning hefði látið taka af lífi bina kaþólsku Maríu Skotadrotningu, gekk reiði páfans og konungsins frani úr liófi. Prinsinn af Parma, sem var gerð- ur að yfirherforingja leiðangursins, safnaði saman æfðum og reyndum ber, sem var sérstaklega til þess ætlaður að sigra England. Auk hersveitanna, sem voru í herbúðum hans,— eða undir stjórn hans, voru honumsend fimm þúsund fótgöngu- liðs frá Norður- og Mið-Ítalíu, i) Hið heilaga kaþólska samband, sem var stofnað til að verja tiúna og kirkjnna, Þýð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.