Syrpa - 01.01.1914, Page 23

Syrpa - 01.01.1914, Page 23
SJÓORUSTAN 85 Aö eins ein þjóð hafði getað veriö sivakandi óvinur hans. Hngland hafði stutt þegna 'nans í Flanders, sem risu tipp móti honum, og lagt þeim til bæði menn og fé. Ensk skip höfðu rænt í nýlendum Spánar og boðið valdi hans byrginn ba^ði í Vest.urheimi og Norðurfilfunni. Flotadeildir hans höfðu farið hall" oka fyrir þeim, og þau höfðu tekið borgir herskildi fyrir honum og brent hergagnabúr hans á ströndum sjálfs Spánar. Englendingar höfðu sýnt Filipusi sjálfum lítilsvirðingu; hann var gerður hlægilegur í enslc um háðleikum. Skopiö hafði tendr- að reiði hans jafnvel enn þá meira en tjónið, sem vald hans hafði liðið. Það var því í tvöföldu hefndarskxni að liann réðist á England. Ef það tækist að leggja England undir sig, hlutu Hollendingar að gefast upp, Frakkland gæti ekki reist rönd við honum og keisaravaldið') mundi ekki verða honum mótfallið—heims- veldið sýndist í vændum, ef hið marghataða England yi ði yíirunnið. Filipus hafði enn þá eina hvöt, og hana sterka, til að segja Eng- landi stríð á hendur. Hann var einhver hinn einlægasti og strang- asti trúofstækismaður síns tíma. Hann skoðaði sig sjálfur og var af öðrum skoðaður sem til þess kjör- inn að uppræta villutrú og setja aft- ur á stofn vald páfans um alla Norð- urálfuna. Um miðja sextándu öld- ina byrjaði megn mótstaða gegn mótmælenda trúnni af hálfu ka- þólsku kirkjunnar, og Filipus trúði því, að forsjónin ætlaði sér að halda því verki áfram. Allar siðbótar- i) Þá var keisari Rudolph annar yiir hinu forna þýzku keisararlki.—Þýð. kenningar höfðu verið fullkomlega upprættar á Spáni og Italíu, og Belgla, sem að hálfu leyti hafði snúist til mótmælendatrúar, var orðin eitt hið ramm lcaþólskasta land I heimi. Hálft Þýzkaland var aftur unnið undir kaþólsku kirkjuna. Endurbótin svo nefnda innan ka- þólsku kirkjunnar hafði greiðan framgang í Savoy á Frakklandi og í Sviss, ICaþólska sambandið') var sigursælt á Frakklandi. Páfavaldið var risið úr svefnmóki því, sem það hafði legið í um margar aldir, og sýndi nú með aðstoð Kristmunkanna og annara klausturfélaga rögg af sér, er minti á daga H íldibrandar Og Innocents þriðja. Mótmælendurnir í Norðurálfunni liöfðu því nær látið hugfallast og litu til Etiglands eftir hjálp og vernd. Menn viðurkendu að á Eiiglandi væri aðalveldi mótmælendati úar- manna; og' að ef England yrði yfir unnið væri mótmælendahreyfing- unni veitt banasárið. Sixtus fimti, sem þá var páfi, hvatti Filipus mjög til þess. Og þegar sú fregn barzt til Ítalíu og Spánar, að Englands- drotning hefði látið taka af lífi bina kaþólsku Maríu Skotadrotningu, gekk reiði páfans og konungsins frani úr liófi. Prinsinn af Parma, sem var gerð- ur að yfirherforingja leiðangursins, safnaði saman æfðum og reyndum ber, sem var sérstaklega til þess ætlaður að sigra England. Auk hersveitanna, sem voru í herbúðum hans,— eða undir stjórn hans, voru honumsend fimm þúsund fótgöngu- liðs frá Norður- og Mið-Ítalíu, i) Hið heilaga kaþólska samband, sem var stofnað til að verja tiúna og kirkjnna, Þýð,

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.