Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 19

Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 19
Sjóorustan milli Spánverja og- Englendinga 1588. Eftir Sir Edward Creasy. (Lauslcga þýtt af síra Guðm. Árnasyni). SiSari hluta dags 19. júlí 1588 voru nokkrir enskir sjóliösforingjar komnir saman á knattleiksfleti ein- urn í bænum Plymoulh. Aldrei, hvorki fyr né síöar, hafa jafningjar þeirra verið staddir á einum stað, jafnvel ekki þar á helzta liðsöfnun- arstað brezka flotans. Þar var Francis Drake, hinnfyrsti Englend- ingur, sem sigldi umhverfis jörðina, og vogestur á ströndum Spánverja bæði í Norðurálfunni og hinum nýja lieimi; þar var Sir. Jolin Hawkins, gamall sægarpur, sem oft hafði komist í hann krappan á sjóferöum sínum við strendur Afríku og Amer- íku, og verið í mörgum orustum; þar var Sir Martin Frobisher, einn af elztu landkönnunarmönnum, sem leilað höfðu að norðvesturleiðinni gegnum Norðuríshafið; þarvaryfir- flotaforingi Englands, Howard lá- varður af Effingham, er aldrei spar- aði neitt, er föðurlandi hans mætti að gagni verða,og sem fyrir skömmu liafði vogað að óhlýðnast skipun drotningarinnnr um að leggja upp nokkurn hluta flotans — skipun, sem var gefin út vegna ýktra frétta um að óvinirnir hefðu hrakist til baka og tvístrast í ofviðri. Howard lávarður afréð að verða fyrir reiði drotningar og halda skipunum við- búnum á sinn kostnað, fremur en að stofna Englandi í hættu með varnarleysi d sjónum. Annar sækonungur Englands, Sir Walter Raleigh hafði þá verið send- ur til að safna Og útbúa landher í Cornwall; en þar sem hann einnig var yfirherstjóri í Plymouth er lík- legt að hann hafi notað tækifærið er flotinn lá í höfn, til að ráðfæra sig við yfirfiotaforingjann og aðra yfirmenn sjóhersins; og þessvegna má gera ráð fyrir, að hann hafi ver- ið einn þeirra.sem þarna voru komn- ir saman. Margir djarfir menn og æfðir sægarpar voru þar með for- foringjunum, sem hafa verið nafn- greindir, og nutu með vanalegu sjómanna-léttlyndi þessarar stund- arhvíldar frá skyldum sínum. Á höfninni lá enski flotinn, sem var nýlega kominn lieim úr leiðangri til CorunnaO; þangað hafði hann farið til að njósna um hvar og í hvaða á- standi óvinaflotinn væri. Howard ldvarður hafði komist að því að ó- vinirnir voru enn öflugir, þó þeir j) Borg norðantil á Spáni—Þý8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.