Syrpa - 01.01.1914, Page 19

Syrpa - 01.01.1914, Page 19
Sjóorustan milli Spánverja og- Englendinga 1588. Eftir Sir Edward Creasy. (Lauslcga þýtt af síra Guðm. Árnasyni). SiSari hluta dags 19. júlí 1588 voru nokkrir enskir sjóliösforingjar komnir saman á knattleiksfleti ein- urn í bænum Plymoulh. Aldrei, hvorki fyr né síöar, hafa jafningjar þeirra verið staddir á einum stað, jafnvel ekki þar á helzta liðsöfnun- arstað brezka flotans. Þar var Francis Drake, hinnfyrsti Englend- ingur, sem sigldi umhverfis jörðina, og vogestur á ströndum Spánverja bæði í Norðurálfunni og hinum nýja lieimi; þar var Sir. Jolin Hawkins, gamall sægarpur, sem oft hafði komist í hann krappan á sjóferöum sínum við strendur Afríku og Amer- íku, og verið í mörgum orustum; þar var Sir Martin Frobisher, einn af elztu landkönnunarmönnum, sem leilað höfðu að norðvesturleiðinni gegnum Norðuríshafið; þarvaryfir- flotaforingi Englands, Howard lá- varður af Effingham, er aldrei spar- aði neitt, er föðurlandi hans mætti að gagni verða,og sem fyrir skömmu liafði vogað að óhlýðnast skipun drotningarinnnr um að leggja upp nokkurn hluta flotans — skipun, sem var gefin út vegna ýktra frétta um að óvinirnir hefðu hrakist til baka og tvístrast í ofviðri. Howard lávarður afréð að verða fyrir reiði drotningar og halda skipunum við- búnum á sinn kostnað, fremur en að stofna Englandi í hættu með varnarleysi d sjónum. Annar sækonungur Englands, Sir Walter Raleigh hafði þá verið send- ur til að safna Og útbúa landher í Cornwall; en þar sem hann einnig var yfirherstjóri í Plymouth er lík- legt að hann hafi notað tækifærið er flotinn lá í höfn, til að ráðfæra sig við yfirfiotaforingjann og aðra yfirmenn sjóhersins; og þessvegna má gera ráð fyrir, að hann hafi ver- ið einn þeirra.sem þarna voru komn- ir saman. Margir djarfir menn og æfðir sægarpar voru þar með for- foringjunum, sem hafa verið nafn- greindir, og nutu með vanalegu sjómanna-léttlyndi þessarar stund- arhvíldar frá skyldum sínum. Á höfninni lá enski flotinn, sem var nýlega kominn lieim úr leiðangri til CorunnaO; þangað hafði hann farið til að njósna um hvar og í hvaða á- standi óvinaflotinn væri. Howard ldvarður hafði komist að því að ó- vinirnir voru enn öflugir, þó þeir j) Borg norðantil á Spáni—Þý8.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.