Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 36

Syrpa - 01.01.1914, Blaðsíða 36
98 SYRPA voru hér og þar — jafnvel á sjúlfu Aðalstrætinu. Menn og- skepnur sem fóru um göturnar, voru meC 6- tal leirslettum, og hin límkenda Rauð;'irdals-leöja loddi viðfættuna og hlóðst og hnoðaðist utan um hófana á hestunum og stígvélin á fólkinu, svo tilsýndar leit það út, sem allir þrömntuðu áfram á þung- um þrúgum, og með ógurlegustu erfiðismunum. Allar gangstéttir með frant götunum voru úr plönk- um (en hvergi sást steinstétt). Og þessar gangstéttir voru víða svo mjóar, að tveir menn gálu trauöla gengið samsíða eftir þeim; og á mörgum strætum (jafnvel inn í miðjum bænum) voru alls engar gangstéttir komnar. Og húsin voru víða strjál og lág, og ekki alstaðar í beinni röð með fram götunum — ekki einu sinni á Aðalstrætinu og Portage Avcnue. Að austan-verðu á Aðalstrætinu, alla leið frá C.P.R. vagnstöðinni og suður á Logan Avenue (sem þá var kallað: Logan Street), voru ;ið eins litlir lágir, kollhúfulegir timburkofar—og sum- ir þeirra stóðu spölkorn frá gang- stéttinni. En víða í sundunum á milli þessara kofa voru tjöld, sunt hvít og nýleg, sum röndótt, ogönn- ur bleik fyrir elli sakir, eða mórauð eöa flekkótt og veðurbarin. í flest- um af þessum tjöldum voru seld aldíni og svaladrykkir og ýmislegt glingur. Rétt fyrir norðan járn- brautina, en beint á móti vagnstöð- inni voru stórir steinkola-bingir, og þar fyrir austan stóöu nokkrir borð- viðarhlaðar og eldiviðarstaflar, og alt í kring voru hinir einkennilegu timburkofar (shan/ies) og hin litlu, hvítu og röndóttu og bleiku tjöld. En suður á Aðalstrætinu, og eins á Princess- og King-strætum, voru itð sjá háreistar bvggingar, sumar úr múrsteini, og aðrar úr timbri — sumar þegar fullgjörðar, en aðrar voru enn í smíðum. Þannig kom Winnipeg mér fyrir sjónir, fyrst þegar eg kom þangað. Þessi töfraborg dagdrauma minna, þessi fagra E 1 d ó r a d ó, sem eg hafði bygt á hiuar mörgu glæsilegu framtíðarvonir mínar, var þá eftir alt saman eklci svipmeiri en þetta. En þrátt fyrir það var hún ákaflega stór eftir aldri, var að leggja undir sig alt svæðið milli Rauðár og A s s i n i b o i n e-árinnar, alt frá K i 1 d o n a n til A r m s t r o n g s- tanga, teygði fingurna vestur á grassléttuna, steig skessu-skrefum í áttina til framfara og þrifnaðar, og gaf góðar vonir um að verða með tímanum rnikil borg og fögur. Þær vonir hafa þegar ræzt — og meira en það. H ver mundi hafa trúað því, vorið 1883, að Winnipeg yrði eftir tæp þrjátíu ár það, sem hún nú er orðin ? Fáum mínútum eftir að eg steig út úr vagninum, var alt samferða- fólk mitt horfið; ekkert af því var íslenzkt, svo eg vissi. Eg var víst eini lslendingurinn, sem kom til Winnipég þann dag. Sumt af fólk- inu fór fótgangandi út í bæinn með vinum sínum og vandamönnum, sem komið höfðu til að mæta þeirn; nokkrir voru fluttir burt í leigu- vögnum (cabs), en flestir lögou af stað nteð ökumönnum hinna ýmsu hótela. Þessir ökumenn höfðu stöðvar sínar,þegar járnbrautarlesta var von, þétt við vestur endann á vagnstööinni; og undir eins oglest- in kom, gengu þeir frarn á gang- stéttina fyrir norðan og hrópuðu ó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.