Syrpa - 01.04.1917, Blaðsíða 16
14
SYRPA, 1.HEFTI 1917
SMiferð til íslands árið 1845.
(Niðurlag').
hafa hug til þess að komast upp á
klettinn. Ofan á klettinum er
mjúkur og heitur leir, blandaður
sandi og smásteinum. Eg var
hálfhrædd um, að eg mundi þá og
þegar sökkva niður í eitthvert sjóð-
andi hyldýpi, því við hvert spor lét
leirieðjan undan fæti. Presturinn
gekk á undan og þreifaöi fyrir sér
með staf sínum ; eg fylgdi honum
fast á eftir, og innan lítillar stundar
stóðum við fram á brúninni, þar
sem við gátum séð yfir alla sextán
hverana í einu. Það var töfrandi
sjón að horfa niöur á allar þessar
hejtu vatnsuppsprettur. Eg gleymdi
allri hræðslu og stóð þarna undr-
andi, játandi með sjálfri mér, að
mikil væru verkin skaparans. Eftir
hans boði hafði vatnið brotist fram
úr fangelsi sínu í iðrum jarðarinnar;
og þarna sauð það og vall stundar-
korn í hveraskálunum, og rann síð-
an burt í ána. Förunautur minn
varð að minna mig oftar en einu
sinni á hættuna, sem við vorum
stödd í. Eg hafði gleymt henni, og
stóð þarna, þar til gufumökkurinn
vafðist utan um oklcur og ætlaði að
kæfa okkur. Loks snerum við við
og yfirgáfum þennan blett, þar sem
við hefðum ekki getað staðið svona
léngi, ef hveragufan hefði verið
blándip brennisteinssvaskju til muna.
Grjótið umhverfis hverina er rauð-
leitt á lit, og steinarnir á árbotnin-
nm, þar sem vatnið úr hverunum
rennur í hana, eru líka rauðir.
Mér var fylgt að hver skamt frá
kirkjunni í Reykholti, senj var um-
girtur á allar hliðar með grjótgarði,
svo að skepnur, sem eru mjög sólgn-
ar í grasið kringum hann, skyldu
ekki brenna sig. Hér um bil átta-
tíu skref frá þessum hver er laug
Snorra Sturlusonar. Laugin er
kringlótt, hér um bil þriggja til
fjögra feta djúp og tuttugu feta
breið ; nokkrar tröppur liggja niður
í botninn á lauginni, og lág stein-
sæti eru umhverfis hana alla. Vatn-
ið úr hvernum er of heitt og er það
blandað köldu vatni. Engin merki
sjást þess nú, að þak hafi nokkurn
tíma verið yfir lauginni, og er hún
nú ekki notuð til annars en að þvo
u 11 og föt úr henni.
“Á leiðinni til baka sýndi prest-
urinn mér kirkjugarðinn. í hon-
um eru grafir ýmsra merkra manna.
Var það alt mjög fræðandi, en ekki
sem skemtilegast fyrir mig, þegar
eg fór að hugsa um það, að næstu
nótt yrði eg að sofa í kirkjunni al-
ein innan um alla hina dauðu,
“Beint fram undan kirkjudyrun-
um er gröf hins nafnkenda Snorra
Sturlusonar. Mjó hella, jafn löng