Syrpa - 01.04.1917, Side 17

Syrpa - 01.04.1917, Side 17
SYRPA, 1, HEFTI 1917 15 gröfinni, lig-gur yfir henni ; og er sagt að á henni hafi verið rúnaletur, en þaS hefir algerlega máðst af, því þarna hefir hellan legið í fimm aldir, og enginn trékassi hefir verið yfir henni til að hlífa henni, eins og steinunum á hinum gröfunum. Hellan er klofin í tvent eftir endi- löngu. Leiðið er oft gert upp að nýju, og lítur því ávalt út eins og nýtt leiði. Eg týndi allar sóleyjarn- ar, sem uxu kringum leiðið, og geymi þær vandlega í bók ; get eg gefið af þeim til vina minna, sem kynnu að vilja eignast blóm, er vaxið hefir á gröf þessa fræga ís- lenzka fræðimanns’’. Erá Reykholti héldu frúin og presturinn til Kalmanstungu og Surtshellis. ----— “í Kalmanstungu skild- um við eftir hestana, sem við þurft- um ekki að hafa með okkur, og fengum þar mann til að fylgja okkur að helli einum, sem er um hálfa eða heila mílu burtu þaðan. Þessi hellir liggur mitt í einni hinni ein- kennilegustu sléttu, sem er til á öllu íslandi, og er öll sléttan þakin með hrauni, sem hefir tekið á sig hinar einkennilegustu myndir og liti, Sumstaðar er hraunið stökt og gljáandi, og tekur á sig alls konar kynjamyndir ; sumstaðar eru geysistórar hellur, sem ýmist liggja fiatar eða hafa hrúgast saman, og hefir hraunflóðið storknað milli þeirra. Aldur hraunsins má þekkja af litununi á því ; hefir það alls kon- ar blæ, frá ljósgráum að kolsvörtum lit. Hæðirnar umhverfis eru dökk ar, og sker litur þeirra af við hvítu jöklana, sem standa á bak við þær. Jökulbungurnar hverfa sjónum í fjarska, svo að tilsýndar eru þær að sjá eins og geysistórt íshaf. Einn af jöklum þessum er géysihár, og er alt af skýjum hulinn efst ; en gljá- andi jökulkápan nær langt niður í dal. Hæðirnar eru allar með slétt- um brúnum og hafa allar sömu lög- un, eg sá að eins eina með ójöfn- um brúnum, Yfir öllu þessu hvílir dauðaþögn, og hinn lífiausi eyðilegi svipur, sem enginn getur gert sér ljósa grein fyrir nema sá, sem hefir séð þessa miklu, norðlægu eyði- mörk, ‘'Surtshellir er í miðju hrauninu. Mig undraði stórum, þegar eg sá hellismunnann alt í einu fyrir fram- an okkur. Hann er hér um bil sex faðma djúpur og um fimtán feta víður. Það er ægilegt að sjá alt það stórgrýti, sem hrúgast hefir saman kring um hellismunnann. Hvergi nema í þessuni eina stað, er unt að komast niður í hellinn. “Við komustum niður með því að skríða á höndum og fótum. Komum við fyrst í löng og breið göng, sem lágu fyrst nokkuð nið- ur á við. en síðan beint áfram. Eg gizkaði á að hellirinn væri um átján feta hár, þar sem hann er lægstur, og á stöku stað er hæðin upp undir þakið yfir sextíu fet. Út frá aðal- hellinum liggja nokkrir afhellrar, en engin göng eru á milli þeirra, og urðum við jafnan að snúa aftur í aðalhellirinn úr hverjum þeirra. Flestir þessara afhella eru þröngir og lágir, þó eru nokkrir þeirra all- stórir. “í einurn afhellinum var mér sýnd stór hrúga af beinum, og var mér sagt að þau væru leifar af sauðfé og öðrum skepnum, sem

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.