Syrpa - 01.04.1917, Síða 20
18
SYRPA, 1. HEFTI 1917
Þeir \irtust halda, aö í öðrurn lönd-
um sé kvenfólk eins vel mentað og
karlmenn. Prestarnir spurðu mig
æfinlega að því, hvort eg kynni
latínu, og voru forviða, þegar eg
sagði þeint blátt áfram að eg kynni
hana ekki. Alþýðufólk spurði mig
ráða við öllum mögtilegum sjúk-
dómu'm ; á einum bte var mér sýnd-
ur holdsveikur maður, og eg beðin
að segja hværnig ætti að fara að
lækna hann”.
Þótt frúnni fyndist íslendingum
vera ábótavant í þrifnaði og dugn-
aði, hrósar hún þeim mjög fyrir
námfýsi og mentun. Á fiestum
bæjum segist hún hafa fundið all-
margar bækur, og voru sumar
þeirra oft á útlendum málum. Seg-
ir hún að margir alþýðumenn ' séu
vel mentaðir, og þá náttúrlega
skólameritaðir menn, en af þeim
kyntist hún fáum, nema nokkrum
prestum. Að heldra fólkinu í
Reykjavík geðjaðist henni fremur
illa, þótti það ekki sýna sér nógu
rhikla virðingu. Segir hún frá
skemtiför upp í Moslellssveit, sem
hún var í. Var franska töluð af
nokkrum, sem hana kunnu, en hún
gaf sig ekkert inn í samræðurnar,
þótt hún skildi alt. Var þá ekki
trútt um að sumir hæddust að henni
fyrir þátttökuleysi hennar í sam-
ræðunum ; segir hún að sér hafi
verið líkt við þögula ges'tinn í Don
Juan. En spaugið hafði engin á-
hrif á hana, því hún var sokkin nið-
ur í að hugleiða efni, sem voru
langt fyrir ofan skilning samferðá-
fólksins. Ymsu fólki í Reykjavík
ber hún samt mjög vel söguna, svo
sem Bernhöft bakara, er hún dvaldi
hjá, og gat talað þýzku við, og
Thomsen kaupmanni, sem bauð
henni að vera með í nokkrum smá-
skemtiferðum. Verst af öllum geðj-
aðist henni að konu stiftamtmanns-
ins. Hún heimsótli hana einu sinni
og afréð með sjálfri sér, að troða
henni ekki oftar um tær eftir við-
tökurnar, sem hún fékk.
Margt hefir breyzt á íslandi á
sjötíu árum. Og ekki hefir síður
breyzt álit og untsagnir útlendra
ferðamanua, sem heimsækja landið.
Það er til dæmis afarmikill munur
á lýsingum frú Pfeiffer, þótt þær
séu óvíða óvingjarnlegar, og því
sem Russell segir í hinni ágætu bók
sinni “Through Iceland on Horse-
back”. Skilningurinn er allur dýpri
og samúðin til þjóðarinnar langtum
meiri. Utlenda þröngsýnið hefir
horíið við nánari kynni og einlæga
viðlcitni að skilja orsakir þess ein-
kennilega, sem fyrir augu ber.
'HiÉair'