Syrpa - 01.04.1917, Page 27

Syrpa - 01.04.1917, Page 27
SYRPA, 1. HEFTI 1917 25 l<ona. Munu marg'ir viö þau hjón kannasf. 2. HjAlmar Hvanndal í Pine Valley bygö- intii, albróSir Helgu og á börn; um hann veit eg ekki mikiö. 7. Helga Hallsdóttir, giftist og átti tvær dætur, Hólmfríði og Guð- nýju, sem báðar giftust og átti sú síðar nefnda börn; heldur lítilmenni. Sá eg þær systur, er voru mjög stórskornar í andliti og þreklegti vaxnar. Þó aö rekja hefÖi mátt þessa ætt nokk- uð ítarlegar, þá veröur það ekki gert hér. Hallur gamli í Tungu mun aö jafnaði hafa verið glaðlyndur og ganntnsamur, og þegar hann lagði áherzlu á eitthvað, sem hann sagði, þá tvítók hann þaö. Oft voru ungl- ingar sendir af öðrum bæjum til Halls, að biðja um ýmislegt sem vantaði, því Hallur var maður bón- þægur, hafði hann þá fyrir vana að þaulspyrja þá urn alla skapaða hluti á heimili þeirra. Þegar honunt þótti strákum vel segjast og þeir höfðu leyst vel frá skjóðunni, sagði hann við kunningja sína á eftir : Ojæja, hann kom nú hér í gær einn tuttugu-kjafta strákurinn, til að biðja um ket og smér, ket og smér. Þegar honunt þótti þeir segja lítið (voru varaðir við að tala mikið), sagði hann á eftir: Hann talar ekki ntikið drengurinn sá arna.—Vænst þótti honum um Rebekku af börn- um sínum. Eftir að hún var gift og farin að búa á Laugalandi, stökk Guðrún, kona Halls, út að Laugalandi til dóttur sinnar og tengdasonar, þeg- ar verstu skorpurnar komu fyrir . heima milli þeirra hjóna, og sat þar löngum. Þegar hún hafði setiö þar um hálfan mánuö, skipaði hún Guð- mundi tengdasyni sinum, að fá sér tvo hesta, annair til reiðar en hinn til áburðar, og gerði Guðm. það. Fór hún þá inn að Tungu, og klyfj- ar hestinn með því bezta sem til var í búinu, ket, smjör og annað góögæti. Hallur skifti sér ekkert af þessu, og fór hún með þetta út að Laugalandi, og færði þeint það í búið þar. Hallur sagði við kunn- ingja sína, sem komu þangað eftir að hún var farin: Ojæja, hún koni nú hérna í gær, hún Paula, hún Paula, til aö stela, til aö stela, eins og hún ‘ er vön Eitt sinn kom sýslumaður til hatts til að skoða •sveitarreikningana; þaö getur hafa verið Þorkell Gunnlaugsson, sem var sýslumaður í ísafjarðarsýslu frá 1835 til 18-14, og bjó í Reykjarfirði hinu megin viö ísafjörð að innan- verðu. Hallur mun hafa verið hreppstjóri nálægt 30 árum. Sýslu- maöurinn skildi ekki vitund í reikn- ingum Halls, hvernig sem Hallur reyndi að skýra þá fyrir honum ; verður sýslumaður þá snöggur í bragði og segist ekkert skilja í þessu. Þá segir Hallur, það er bezt að setja karlinn af, karlinn af. En svo fór að Hallur hélt embætti sínu áfram. Margar fleiri skrítlur heyrði eg eftir Halli, sem eg er bú- inn að gleyma. Það sem eg komst næst, er, að Hallur muni hafa dáið einhvern tíma frá 1836 til 1842, og held eg að hann hafi eigi orðið há- aldraður maður. Eftir því Sem Halli var lýst fyrir mér, jnun hann hafa verið hár maður- riðvaxinn og ákaflega herðabreiður; kraftamaður mun laann hafa verið með afbrigð-

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.