Syrpa - 01.04.1917, Blaðsíða 45

Syrpa - 01.04.1917, Blaðsíða 45
SYRPA, 1, HEFTI 1917 43 Hann steig á skip, sem átti aS fara til Noregs, í Knarrar- sundi, og ætlaSi hann sér aS ganga í þjónustu hjá Hákoni jarli, sem þá réSi fyrir Noregi; en þeir atburðir gercSust, sem ónýttu fyrirætlun hans. Stormar miklir af norðaustri hröktu þá af réttri leiÖ, svo aÖ þeir tóku land langt fyrir sunnan Þrándheim, en þangað höfðu þeir ætlað sér. Eftir hrakninga mikla sáu þeir land, þremur vikurn eftir að þeir lögðu í haf, og höfðu tal af langskipi, er sigldi fram hjá þeim. Beið skipið þeirra. Var það svart á lit og skjöldum skarað og voru margir vopnaðir menn á því. Maður sat í lyftingu og var hann mikill vexti. Sá, er í lyftingunni sat, var Eiríkur, sem nefndur vár hinn rauði. Bar hann nafn með rentu, því hann var rauóur á hár sem rauður göltur, og í fleiru var hann líkur gelti, með lítil hvöss augu, stórar hvítar tennur og kjálka mikla, er voru þaktir stinn- um og úfnum skegghárum. Samt var hann maður ræðinn og vingjarnlegur, er hann vissi við hvern hann átti tal. Hann félst á að leyfa íslendingum að verða sér samskipa, því hann kvaðst einnig ætla til Noregs, og kvaðst hann búast við liðveizlu frá þeim, ef hann mætti óvinum sínum. ’ Segir mér hugur um, að svo muni fara,” segir hann; “munu þeir vilja auðgast af að finna mig, því eg er nú útlagi, og hirði eg eigi hver það veit.” Hafði hann rænt konu manns nokkurs og haft hana með sér síðan; einnig hafði hann drepið hersir einn, að nafni Valþjóf, með þeim hætti, að hann losaði skriðu, er hljóp á bæ hans. Hann fékk brátt mætur á Þorgilsi og vildi hafa hann í sinni þjónustu, en Þorgils kvaðst hafa ætlað sér í fyrstu á fund Hákonar jarls, og kvaðst mundu gjöra svo. “Er tími nógur fyrir höndum,” mælti Þorgils, og sagði Eiríkur, að það væri viturlega mælt, af jafn- ungum manni og Þorgils, þó eigi væri það vel svarað fyrir sinn aldur. Nokkru síðar mættu þeir dönskum skipum, og hófst sjóor- usta með þeim. Lögðu þeir skipum sínum saman og festu í tengsl. Börðust þeir síðan og veitti ýmsum betur. Barðist Eiríkur vasklega og gekk berserksgang; grenjaði hann hátt og lagði á báðar hendur með atgeir miklum, ér hann hafði að vopni; sá hann jafnan á hvora hlið hallaðist í orustunni. Þor- gils sýndi mikla hugprýði; stóð hann í stafni og hafði boga lang- an og tvo örvamæla. Höfðu Danir hann mjög að skotspæni enda var hann þeim all-skeinuhættur.. Var það mannhætta mikil, en ekkert skeyti snart hann; og stóð hann þar, unz hann hafði skotið öllum örvum sínum. Gekk hann þá um þiljur og hrakti, ásamt öðrum ungum manni af skipi Eiríks, er Játmundur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.