Syrpa - 01.04.1917, Side 46

Syrpa - 01.04.1917, Side 46
44 SYRPA, 1. HEFTl 1917 hét, alla Dani, er upp á skipiS höfSu komist, ofan aftur. VarS hann þá sár á fæti af höggi, er hann fékk er ma'öur nokkur reyndi aÖ höggva sundur á honum hásinarnar. Eiríkur rauði misti einn fingur, er maður nokkur hjó til hans. Tók hann upp fingurinn og mælti: “Tak fingur minn, mannfýla.” Kastaði hann fingrinum í auga þeim, er hjó hann af, og hjó hann um leið banahögg áður en hann gat nokkurri vörn fyrir sig komið. Þeir tóku fé mikið af skipunum, og héldu leiðar sinnar; vildu íslendingarnir komast til Þrándheims, því þar var Hákon jarl, en Eiríkur rauði vildi ekki þangað fara. En er þeir skildu, kvaðst Játmundur vilja fara með Þorgilsi. Höfðu þeir þá svar- ist í fóstbræðralag. Varð Eiríkur fár við, er hann heyrði það. “Mun eg ná ykkur báðum á mitt valt síðar meir,” mælti hann, “en nú mun eg verða að leyfa ykkur að fara. Skuluð þið nú taka vel eftir orðum mínum. Þú, Þorgils, skalt muna það, að þá er eg geri orð eftir ykkur, verðið þið að koma á minn fund.” Þorgils lofar því. Ekki segir mikið af dvöl Þorgilsar í Noregi, því hann hafði þar dvöl skamma. Eigi líkaði honum að vera með Hákoni jarli, er var nú kominn á fallanda fót og sat jafnan að drykkju og hafði frillur margar. Vildu þeir Játvarður og hann komast í félag með betri manni. Fundu þeir skip, er var reiðubúið að sigla til Skotlands. Báðu þeir um far og fengu það. Átti skip þetta höfðíngi nokkur á Katanesi, er Ólafur hét, og var hann á heimleið. Með honum var víkingur nafnkendur, er Svartur hét; var það hið rétta nafn hans, en viðurnefni hans var járn- haus, og var það réttnefni. Kvaðst Svartur ætla sér til Skot- lands til þess að fá systur Ólafs fyrir konu, en eigi kvaðst hann mundu dvelja þar lengi. “Mun eg taka konuna og alt það, er eg get með henni fengið, og halda svo til Englands; er þar meiri von góðs fjárafla.” Var hann digurmæltur mjög, en fáir gáfu honum gaum. Játmundur sagði, að hann mundi berserkur vera. Þorgils lagði lítinn trúnað á það. “Víst mælir hann sem ber- serkur, en eg hygg, að eigi þurfi berserki á móti honum.” Ekki segir af ferðum þeirra, fyr en þeir koma til Skotlands. Bauð Ólafur öllum hjá sér að vera, nema Svarti er var lítt vel- kominn gestur. Játmundur fékk góðan þokka á Guðrúnu systur Ólafs og sat jafnan á tali við hana, er hann gat. Eigi dáði Þor- gils hana að sama skapi. Guðrún var kona fríð sýnum, há og grönn. Eitt sinn, er fólk alt var í höllinni, sagði Guðrún í áheyrn allra, að hún skyldi aldrei giftast Svarti. Þótti Svarti hún gjöra

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.