Syrpa - 01.04.1917, Side 59

Syrpa - 01.04.1917, Side 59
SYRPA, 1, HEFTI 1917 57 að starfinu með öðrum konum, og kallaði hana til sín. Þú munt vera sök í þessu, hygg eg," mælti hann; “en eigi munt þú hafa vitað, hvað það hefði í för með sér. Mun þér þykja það fremd, að menn berjist þín vegna, en lítil gæfa fylgir því, að fá sér mann með þeim hætti. Munt þú nú dvelja hjá Þóreyju um hríð og vil eg eigi hafa, að þú dragir að þér hugi slíkra manna sem Sörli var, með látæði þínu.” Guðrún kvaðst ekki hafa gjört slíkt. "Að vísu mun það satt vera,” mælti Þorgils, ”en þó leyfðir þú honum að hafa fíflskap í frammi við þig og komst oss þannig í vandræði.” Um miðjan dag var kvikfénaður allur burtu rekinn, og eigi neyttu þeir matar fyr eri húsmunir allir voru á hesta komnir og á leið til Traðarholts. Síðan brendu þeir heyin og varð Þorgils eftir með sínum mönnum til að sjá um að það væri gjört. Og er þeir voru að því, heyrðu þeir í gegn um reykinn, að mörgum hestum var riðið heim að bænum og sáu blika á vopn. Voru þar margir menn saman, en Þorgils gaf því engan gaum. Hann hafði sverðið Jarðhússnaut hjá sér, og allir menn hans voru vopnaðir. ' Eitt eður tvö andlit sáu þeir skima gegn um reykinn, en nokkur tími leið áður en nokkur kæmi þangað, er þeir voru. Loks kom einn af komumönnum til þeirra og teymdi hest sinn, og fylgdu nokkrir fast á eftir honum. Hann var herði- breiður, stórskorinn í andliti, með mikið skegg dökt. Á herðum sér hafði hann skarlatskápu og var henni kastað aftur yfir öxlina svo að handleggurinn var laus. Hann hafði hjálm á höfði. Maður þessi var að sjá um fertugt. Þeir Þorgils og hann horfð- ust í augu um hríð. Aðkomumaður tók til orða: "Hér hafa menn flutt bú- ferlum í dag.” "Víst má sjá merki þess," svaraði Þorgils. "Og eigi mun það fyrir enga sök,” mælti hinn, ”ef mér er satt sagt.” "Enginn yfirgefur heimili sitt, nema til sé knúður,” mælti Þorgils. Eftir nokkra stund mælti hinn: "Hvort veizt þú, hvert heimamenn hafa farið?” Þorgils kvaðst það ekki vita. "Þú munt meina, að viljir ekki til þeirar segja.” "Eg hefi sagt það er eg meina,” mælti Þorgils. "Þá munum við nógu snemma fá að reyna, hvernig vinir Kols reynast honum."

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.