Syrpa - 01.04.1917, Síða 76
74
SYRPA, 1, H£FTI 1917
upp ))aö sem hann fann ætilegt, rétt
viö nefiö á henni, og geta þá ekki
náö í hann. Þennan leik léku þau dag
eftir lag, og þaö var eins og tóa meÖ
öllu sinu viti gæti þó aldrei trúaö því,
aö sér væri fyrirmunaö að ná í óvininn
Annars sýndu yrðlingarnir ])aö
oft, að þeim var ekki í ætt skotið
um vit og kænsku. Þó bar einn af
ölluir. sem Egill hefir haft á fóstri.
Það var stór refur og efnilegur.
Lítilli stundu eftir að Egill hafði
tjóðrað hann, svo sem fyr er sagt, sá
hann að hann var orðinn laus. Eg-
ill náði honum samt fljótt, því að
hann dró járnfestina. Egill skildi
ekki í hvernig hann hefði farið að
losa sig, því að festin var heil og
hólkurinn á endanum; og járnteinn-
inn stóð með ummerkjum, sem hólk-
inum hafði verið smokkað á. Egill
smeygði nú hólkinum aftur á teininn
og gekk svo burt, eins og hann ætl-
aði heim, en lagðist milli þúfna, til
])ess að sjá hvað litli refurinn tæki
til hragðs. Rétt hjá tjóðurhælnum
var garðbrot lítið, álíka hátt og hæll-
inn stóð upp úr jörð. Þegar Egili
var horfinn hleypur rebbi upp á
garðbrotið og hoppar í loft upp eins
hátt og hann getur, og nær með þvi
móti hólknum upp af teininum, og
er nú laus. En sú lausn var ekki til
lengdar; Egill kom og smeygði aftur
hólknum á teininn og batt svo um
snæri fyrir ofan, til þess að hólkur-
inn gengi ekki upp af. Síðan felur
hann sig aftur. Jafnskjótt sem hann
var horfinn, hleypur rebbi litli upp
á garðinn og hoppar og hoppar eins
og áður, en nú nam -hólkurinn við
snærishnútinn og gekk ekki lengra.
Þetta þykir rebba kynlegt, hættir
hoppinu og horfir á hnútinn um
liríð; hleypur svo ofan af garðinum,
klórar sig upp eftir teininum og nag-
ar burt snærið, hleypur síðan aftur
upp á garðinn og hoppar hátt í loft;
var nú ekkert til fyrirstöðu, og losn—
ar hnnn enn í þriðja sinn. En það
kom fyrir ekki. Hann aftur festur við
tjóðurhælinn jafnharðan, og nú vafði
Egill járnvír um teininn; á lionum
gat litla greyið ekki unnið og var nú
alveg ráðalaus. Hann varð aldrei
framar frjáls,—sem betur fór, munu
bændur segja,—því að sá mundi hafa
orðið þeim óþarfur, ef hann hefði
orðið frjáls og fullorðinn fjallaref-
ur; má nærri geta að svo bráðgáfað-
ur unglingur hefði ekki orðið hvers
manns leika, er aldur og lífsreynsla
færðist yfir hann. En til þess kom
ekki. Hann lifði ekki nema til næsta
þorra, þá varð hann að gjalda fóst-
urlaunin með því eina sem hann átti
og af honum var að hafa, skinninu
sinu mjúka og hlýja. Einhver Englend-
ingur keypti það svo sumarið eftir
fyrir 30 kr, og skartar ]jað nú lík-
lega á enskri stássmey, sem lítt renn-
ir grun í, hvílíka ráðkænsku og
frelsisþrá belgurinn sá hafði að
‘ geyma meðan hann fylgdi búknum.