Syrpa - 01.04.1917, Page 81

Syrpa - 01.04.1917, Page 81
SYRPA, 1. HEFTl 1917 79 Kóngulœr \inna í verksmitSju. f cinni stærstu raælinga-áhalda verk- smiðju, scm til er á Englandi, erukóngu- lær notaðar til vinnu, og eru þarfari flestum verkamönnum þar. Hlutverk þeirra er að spinna liinn örmjóa þráð, sem er notaður í liin svo nefndu ,;kross- hár“, er afmarka nákvæmlega miðdepil- inn í stækkunarglerunum í sjónpípum mælingarmanna. Kóngulóarvefur er, enn sem komið er, eina efnið, sem unt er að nota í þessi ,,krosshár“ í slíkum áhöldum. Þótt þráðurinn sé naumast sýnilegur með ber- um auifum, verður hann álíka ffildur og þumalfinj<ur á manni í liinum sterku stækkunarglerum. Er nokkurir gallar væru á þræðinum, mundi svo mikið bera á þeim við slíka stækkun, að ómögulegt væri að nota hann. Reynt hefir verið að nota mannsliár í staðinn, en svona mikið stækkað sýnist það á borð við óheflaðan staur. Manns- hár er ennfremur gagnsætt, en „krosshár- in“ mega ekki vera gagnsæ. Á tveggja mánaða tíma, sem þær spinna, rekja kóngulærnar úr sér fleiri þúsund álnir, sem eru undnar upp á grindur úr málmi og geymdar þar til þarf að nota þráðinn. Meðan kóngulóin er að spinna, hangir hún í lausu lofti á hinum ósýnilega þræði sínum. Efri endi þráðarins er festur við vfrgrind, sem stúlka snýr með höndunum. Fyrst heldttr stúlkan á kóngulónni í hendinni, þar til hún er búin að festa þráðarendann, og þegar hún reynir að renna sér niður, er endan- um á augabragði fest við miðja vírgrind- ina, sem um lcið fer að snúast; meðan kóngulóin spinnur, heldur stúlkan áfram að vefja upp á grindina. Ein kónguló getur spunnið fleiri hundruð fet í einu. Kóngulærnar eru hafðar í stóru lier- bcrgi, og eru þrjár stúlkur og ein verkstýra látnar líta eftir þeim. Þegar þacr eru ekki að spinna, eru þœr látnar vera í stóru búri úr tré. Þeim eru mest megnis gefnar flugur aÖ cta. A vetrum deyja kóngulær þcssar vana- lcga, svo þaÖ vcrÖur aÖ fá nýjar meó hverju vori. Ekkimá taka hvaöakóngu- ló sem er til þessa starfs — að eins stór- ar, feitar kóngulær, sem geta spunnið seigan og vel 'sívalan þráð, verða notaðar. Stúlkurnar, sem hafa eftirlit meö kóngulónum í verksmiðju þessari, eru alls ekki hræddar viðþær eðabit þeirra. Þær skoða þær sem gæludýr og þekkia þær hverja frá annari, þær gefa þeim nöfn, og gefa sum þeirra skringilega til kynna íítlit kóngulónna og aðferðir þeirra við starf sitt. Fœóast og deyja. Sextín og sjö menn deyja í heiminum á hverri mínútu, cða dálftið meira en einn á hverri sekútidu ; mcð öðrum orð- um, það deyja 4020 manns á hverri klukkustund um allan hcim, 96,480 á dag, eða yfir 35 miljónir á ári. Þesst á- ætlun cr bygð á því, að tala allra íbúa jarðarinnar sé ein biljón og 700 -uiljónir. En það má heita að á mnti hverium einum sem deyr fæðist annar; svo að mannfjöldinn í heiminum stendur að heita má alveg í stað. Svo nákvæmlega standast fæðingar og dauðsföll á að þcir sem Jiafa rannsakað það efni segia. að hlutfallið breytist naumast nokkuð. Þess vegna stendur fólkstalan yfirlcitt í stað í lieiminum. Fyrsti kvenfrelsispostuli. Fvrsti kvenfrelsispostulinn var karl- maður. Erasmus frá Rotterdam, hinn nafnkendi hollenzki fræðimaður og guð- fræðingur, sem var uppi á 16. öldinni, hélt fram fullum réttindum kvenna. „Konur eru flón“, sagði maður nokkur við hann. „Flónslega mælt“. svaraði Erasmus mcð liægð. „Lætur þú þér detta í hug að kvenfólk láti sér koma saman um nokkuð?" spurði aunar maður hann. „Geta karlmenn látið sér koma samau um nokkuð?" spurði Erasmus. Undarlegt er það, hversu sjaldan mynd af Erasmus sést í ritum kvenfrelsisvina. Brautryðjendurnir gleymast oftast nær fljótt.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.