Syrpa - 01.08.1920, Page 37

Syrpa - 01.08.1920, Page 37
S YRP A 259 og fallegasta kvikindi( er hann hafi nokkurntíma séð. Eftir að hafa verið í veizlu um kvöldið um borð í franska herskipinu “Artemise”, fóru þeir í land til þess að koma farangurs-Iestinni af stað, áleiðis til Þingvalla, og voru áburðarhestarnir bundnir hver í taglið á öðrum, eins og siður er til; en sjálfur lagði Dufferin lávarður af stað morguninn eftir, og voru með honum Fitzgerald læknir, Sigurður, sonur Jónasar, og — hin óviðjafnanlegi Wilson, sem hann setur mynd af í sambandi við þetta ferðalag. Sjöunda bréfið er dagsett í Reykjavík, 7. júlí 1856, og er það um ferðina til Þingvalla og Geysis og til baka til Reykjavíkur. Fyrsta daginn náði Dufferin lávarður og förunautar hans til Þing- valla og dvaldi þar næsta dag, til þess að skoða náttúru.dýrðina á þessum fornhelga stað. Hann lýsir nákvæmlega landslagi og fylgja ágætar myndir til skýringar. Þá segir hann sögu Alþingis við Öxará, og lýsir gullöld Islands — þjóðveldis-tímabilinu, — en svo segir hann einnig hörmunga-sögu landsins — skýrir frá eld- gosunum, plágunum og pestunum, sem orsakaði voðalegan mann- dauða og skepnufelli, Frásögnin öll er einkar rétt og framsetn- ingin meistaraleg( en 'því miður hefi eg ekki rúm fyrir þýðingar af neinum köflum úr þessu bréfi. ---- Þá lýsir hann Geysi og Strokk, og urðu þéir félagar að bíða 3 daga áður en Geysir lét verulega til sín taka. - Skömmu eftir að Geysir hafði sýnt sig í almætti sínu, kom Napoleon Frakka-prinz (bróðursonur Napoleons 1.) þangað með fríðu föruneyti, en með því að hann var á leið norð- ur í íshaf -- en farið að verða áliðið sumars ----- mátti prinzinn ekki bíða eftir nýrri sýningu hins dutlungafulla hvers (Geyss), og sneri því strax til baka. — Dufferin lávarður og föruneyti hans kom aftur t'.l Reykja- víkur 6. júlí, og lá skip orinzins, korvettan “Reine Hortense”, þá enn á höfninni. Fiauð orinzmn hor.um að hnýta “Foarn” aftan í skip sitt, — s>: u var öflugt gufuskip — og draga það norður til Jar. Mayen. Og þótt Dufferin lávarður hefði í upphafi ákvarðað að láta "Foam” sigla frá Reykjavík til einhverrar hafnar á Norð- urlandi, en fara sjálfur landveg norður, þá réð hann það af, eftir nokkra umhugsun, að hætta við landferðina og þiggja boðið. Honum féll þungt að hætta við landferðina, en, sökum ýmsra ó- fyrirsjáanlegra tafa, var hann orðinn svo langt á eftir áætlun sinni, að han sá( að hann myndi ekki komast til Spitzbergen þetta sumar, nema hann hraðaði sér sem allra mest. “Reine Hortense" (og floti sá, er fylgdi skipi prinzins) lagði

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.