Syrpa - 01.08.1920, Qupperneq 56
278 S Y R P A
hafa, ef eigi hefíi vericS vel um búiS; en barúninn var aterkbygÖ-
ur og þoldi þann hjartslátt; þá yngdust upp í huga hans öll ætt-
bogans stríS og forn fjandskapur; sál bamnsins svall og þrutnaSi
af vígum og villidýrum, því hann vissi vel, aS hann var hinn síS-
asti afspringur þessarar ættar, og fal í sér einum alla hennar forn-
aldarfrægS og ljósan ljóma.
Leiddi barúninn riddarann þar til sætis, og hófst nú gleSi
meS þeim er seztir voru. En riddarinn gaf sig lítiS aS þvlí; hann
'þagSi og neytti varla neins; gáSi einkis nema horfa á brúSurina.
ViS og viS hvíslaSi hann einhverju aS henni, sem enginn heyrSi
nema hún ein; enda eru kvenmannseyru viSkvæm fyrir ástarorS-
um, þótt eigi séu hátt kölluS. Gaman mun meyjunni hafa þótt
aS þessu, því hún sinti engu nema aS hlusta á riddarann; er mönn-
um þaS jafn lítt kunnugt, er þeim fór á milli, sem þaS er ÓSinn
mælti í eyra Baldri, áSur en hann var á bál borinn. Var mærin
stundum rauS sem blóS, en stundum bleik sem bast; var þaS sól-
linni bjartara, aS hvort var ástfangiS í öSru; frændkonurnar
istungu því aS þeim er næstir sátu, aS óslökkvandi ástarbruni
hefSi kviknaS í hjörtum þeirra beggja, er þau hefSu augum litist,
og þann úrskurS mátti enginn véfengja, því aS hann var 'bygSur
á langri reynslu og óyggjandi speki.
Sátu nú allir þar og átu og drukku og voru glaSir. Var
barúninn hinn kátasti og sagSi frá öllum hinum undarlegu atburS-
um, er gerst höfSu í ættinni; mátti þar heyra margar skemtilegar
historíur um finngálkn og flugdreka, illþýSi og afturgöngur og
undursamlegar þjóSir, er riddararnir höfSu unniS á og getiS sér
iaf fr ægS og frama. Hlýddi alt boSsfóllkiS á þessar sögur meS al-
varlegri eftirtekt; viS og viS kom barúninn og meS snildarlega
fyndni, og þá kvaS viS í salnum af hlátri og gleSi; tóku margir
sér drjúgum neSan í því af fögnuSi yfir öl'lu Iþví ágæti, er þeir
fengu aS heyra. VarS gleSin nú smám saman almenn, og varS
lættingjum barúnsins margt hnyttilegt orS á munni, þótt eigi 'kæm-
ist sKkt í samjöfnuS viS þann, er snjallastur var hinna snjöllu.
Riddarinn einn var undarlega alvörugéfinn, og aldrei lagSi
)hann eitt glaSvært orS í meS hinum; óx þessi alvara hans eftir
því sem á kvöldiS leiS. Var þaS því líkast, sem barúninn færS-
ist í ásmegin, því 'honum hafSi aldrei tekist svo upp á æfi sinni
fyr; en sál riddarans söktist æ dýpra og dýpra í sjálfa sig; var
þaS auSsætt aS hugur hans var annarsstaSar en aS glaumi og