Syrpa - 01.08.1920, Qupperneq 62
284
S YRPA
----------f----
SITT AF HVERJU
Allmörg fréttblö<$ bafa á þessu ári (iþar á með-
ERU MARZ- al íslenzk) getiS þess, aS ýmsir, er sinna loft-
BÚARMENN? skeyta-stöSvum hafi orSiS varir viS merki,
sem þeir ekki vissu, bvaSan komu eSa hvaSa
þýSingu höfSu. Út af þessu hefir svo spunnist sú getgáta, aS
þesisi merki kæmu ef til vill friá plánetunni Marz. Sum blöS hafa
jafnvel frætt lesendur sína á því, aS Marconi (sá er fann upp 'loft-
dkeyta-sendingar) Ihafi eiginlega lagt í rannsóknar-ferS þá, Sr
hann byrjaSi í vor sem leiS — og sem skýrt var frá í þriSja hefti
Syrpu — í því skyni aS rannsaka nefnd merki og til aS reyna aS
ná senrtbandi viS Marz, meS loftskeytum eSa á annan hátt. ‘E*
þetta imun á litlum eSa engum rökum bygt, því Marconi lét ótvií-
ræSilega í ljós, áSur en hann fór í nefndan leiSangur, aS líkleg-
ast væri aS þessi leyndardómsfullu merki kæmu frá einhverjum af
iþeim grúa af lofbskeyta-stöSvum, sem nú væri kominn um allan
'hnött vorn. — SíSan vissir stjörnufræSingar létu þá skoSun í
Ijós, aS í Marz mundu vera nokkurslkonar mannvirki, þá hefir
fjöldi manna álitiS sjál'fsagt aS þar byggju menn -------- ef til vill
nokkuS frábrugSnir oss jarSarlbúum — og aS takast myndi meS
tímanum aS komast í eittlhvert samband viS þá--------- meS einhverj-
um merkjum. Þessi trú ‘hefir veriS svo ákveSin, aS þaS hafa
veriS boSin afar há verSlaun þeim, sem fyrstur næSi sambandi
viS MarzJbúa. Út af öllu þessu virSist oss tilhlýSilegt, aS þýSa
og prenta hér dálitla grein, sem fyrir nokkru slíSan birtist í Banda-
ríkja-tímariti einu (Literary Digest^ New York). Oss þykir auS-
vitaS fyrir, ef greinin skyldi leggja í rústir trú nokkurs lesanda
Syrpu á þaS, aS mannlegar verur fyndust á Marz, en oss finst aS
iþví sé eins variS meS viísindin, ekki síSur en meS trúarbrögS og
pólitík, aS allar kenningar eigi rétt á sér! — Greinin bljóSar sem
fylgir:
“HvaSa rétt höfum vér til aS álíta, aS ef líf á sér staS á
Marz, aS þaS líkist á nokkurn hátt því lífi, sem finst hér á jörSu?