Syrpa - 01.01.1922, Page 5

Syrpa - 01.01.1922, Page 5
SYRPA 3 nú skal eg fara og láta frænku mína vita, að þig langi til að tala við ihana”. ,“Eg þakka þér”, sagði stúlkan lágt og hneigði sig of- urlítið. Eg gekk nú inn í borðstofuna. par var frænka mín fyrir. Sagði eg henni, að enskumælandi stúlka væri frammi í ganginum og vildi fá að tala við hana. “Hvaða erindi getur hún átt við mig?” sagði frænka mín. pað kom dálítið fát á hana og hún leit á kjólinn, sem hún var í. “Eg get ekki komið fram fyrir enskt fólk í þess- um pils-garmi! — Blessaður, talaðu við stúlkuna á meðan eg set á mig aðna svuntu og laga á mór hárið.” En rétt í því að hún slepti síðasta orðinu, kom stúlkan inn í stofuna og hneigði sig fyrir frænku minni. “Eg heiti M'abel Cameron,” sagði stúlkan og horfði beint framan í frænku mína. “Og eg kem hingað til ,þess að biðja þig að lofa mér að vera hér þangað til í vor.” (Eg var nú túlkurinn og þýddi á íslenzku alt, sem Mabel Cameron sagði, en á ensku alt, sem frænka mín sagði). “Eg get ekki lofað fleirum að vera„” sagði frænka mín. “Eg skal borga fyrirfram vikulega”. “Öll herbergin eru full,” sagði frænka mín. “Eg vinn í Albion-þvottahúsinu og fæ dollar á dag. Og cg get því hæglega borgað fyrir mig.” “Eg efast ekki um að þú getir borgað,” sagði frænka mín. “En eg hefi ekki pláss fyrir fleira fólk en hjá mér er. Og svo sel eg ekki öðrum fæði em löndum mínum.” “Eg er skozk,” sagði Mabel Cameron. “Já, eg veit, að frá Skotlandi kemur gott fólk,” sagði frænka mín og brosti; “en það er ekki nógu fínt hjá mér til þess, að hatfa skozkt fólk á fæði.” “Eg borða einfalda fæðu — haframjölsgraut á morgn- anna, ef þú vilt gjöra svo vel — og eg get sofið í dálitlum bedda”. “pað þarf pláss fyrir bedda, þó lítill sé,” sagði frænka mín. “E/g skal sjálf búa um mig í eldhúsinu, ef eg má”. “En eg tala ekki ensku,” sagði frænka mín; “ eg er ís- lenzk og kann ekki annað mál en íslenzku. Eg get því ekki haft annað borðfólk en íslenzkt.” “'pá skal eg lœra að tala íslenzku.” “pú yrðir lengi að því.” “Við skulum sjá til. — En vertu nú svo góð, að gjöra þessa bón mína.” “Mér er það ómögulegt,”

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.