Syrpa - 01.01.1922, Side 33

Syrpa - 01.01.1922, Side 33
SYRPA 31 ur. Og skal eg geyma það bréf ásamt öðru, sem þú átt hér, þangað til systursonur þinn kemur hingað. Skal eg þá afhenda honum það alt og segja honum, hver þinn síð- asti vilji hafi verið. — En sjálfur vil eg enga hugmynd hafa um það, hvar fjársjóðurinn er falinn, að öðru leyti en því, að hann sé grafinn í jörðu einhverstaðar á Rauðárbakkan- um nálægt gistihúsi því, er þú áttir heima í, á meðan þú dvaldir í Fort Garry í Canada. — Um þetta vil eg ekkert nákvæmara vita, svo eg hafi engar áhyggjur út af því, og að eg leiðist ekki út í freistingar í sambandi við það.” (petta sagði eg honum eins alúðlega og blíðlega og mér var mögulegt, og eg klappaði á hönd hans um leið. En í raun og veru hugsaði eg með sjálfum mér, að þessi saga hans væri einungis óráð og draumórar, og vildi eg losast við að hlýða á langa og þreytandi lýsing á stöðvum þeim, þar sem þessi fjársjóður átti að vera fólginn. —En nú þykir mér mjög fyrir því, að hafa bkki gjört sem hann bað og skrifað niður á frönsku allar þær upplýsingar, sem hann vildi í té láta þetta áhræandi. pví skeð getur, að hann hafi verið með fullu ráði, þegar hann sagði mér frá þessu, og þá var saga hans að sjálfsögðu sönn í öllum atriðum). “Vel og gott”, sagði hann eftir að hafa horft á mig nokkur augnablik; “það skal þá vera eins og þú vilt. Eg skal skrifa um þetta atriði á íslenzku og lýsa stöðvunum, þar sem fjársjóðurinn er falinn.” Dtxginn þar á eftir (9. Apr.) sat hann uppi í rúminu alt að því hálfa aðra klukkustund og skrifaði með hvíldum.—pað voru síðustu orðin, sem hann ritaði. Hann rétti mér penn- ann og blekið og sagðist hafa orðið að hætta í miðju kafi, en kvaðst ætla að Ijúka við það næsta dag. pað mátti heita, að hann reisti aldrei höfuðið frá koddanum eftir það. En hann var samt enn þá nokkuð málhress með köflum og gat talað við mig stund og stund í senn. pann 10. aprílmánaðar kom Faðir Henri (ábótinn, sem pá var) inn til hans í fyrsta sinni, og bað hann að segja sér hvað skip það hefði heitið, sem hann var síðast á, og sem sökk á Hudsons-flóanum, hvað eigendur skipsins hétu, hvar þeir ætti heima, hvað skipstjórinn hefði heitið, og hvað marg- ir' af skipshöfninni hefðu komist lífs af á land. Og um margt fleira spurði hann. Svaraði herra Berg því öllu fljótt og skilmerkilega, (en var þó mjög þungt haldinn þann dag), og hann gat þess um leið, að líkar spurningar hefðu verið lagðar fyrir sig, haustið áður, af umboðsmanni Hud- sonsflóa-félagsins í York Factory. — Faðir Henri slaúfaði

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.