Syrpa - 01.01.1922, Side 64

Syrpa - 01.01.1922, Side 64
62 ÖYRPA “En mundir þú ekki geta sýnt okkur hvar eikin stóð?” sagði herra Island. “Jú, hað er eg alveg viss um,” sagði Madeleine Vanda; “og skal eg undir eins fara með ykkur út og sýna ykkur, hvar hún var.” Við stóðum öll upp og gengum fram í gangrúmið. “Já, þarna er herbergið, sem hann var síðast í, hann Berg skipbrotsmaður,” sagði Madeleine Vanda og benti á dyrnar á herbergi því, er O’Brian hafði áður búið í. “pað var sannur guðsvinur, en nokkuð undarlegur, enda var hann alt af sárþjáður á meðan hann dvaldi hér í húsinu. En hann hvarf skyndilega og á dularfullan hátt einn illviðris- dag seint í marzmánuði, og það spurðist aldrei til hans eftir það. Menn gátu þess til, að hann hefði fyrirfarið sér á þann hátt, að steypa sér í stóra vök, sem hér var fram undan úti á ánni.” , “Var það í marzmánuði, að hann hvarf úr þesu húsi?” spurði herra Island. “Já, seint í marzmánuði 1870,” sagði Madeleine Vanda með dálítilli áherzlu. peir O’Brian og herra Island litu enn á ný hvor til ann- ars. “Sérhvert herbergi í þessu húsi á sér sögu,” sagði Ma- deleine Vanda um leið og við fórum ofan stigann; “og það yrði býsna löng bók, ef allar þær sögur væri prentaðar, en hvítt fólk myndi fæstum af þeim trúa.” Við gengum nú öll saman í norðvestur frá norðurstafni hússins og fórum hægt, og var Madeleine alt af stöðugt að segja okkur um hitt og annað, sem fyrir hafði komið í skakka- húsinu þau árin, sem það var glæsilegt og voldugt gistihús. Alt í eirnu nam hún staðar. Við vorum þá komin um þrjátíu faðma frá húsinu. “Hvað er þetta ?” sagði hún eftir að hafa horft um stund austur yfir ána. “Hvernig í ósköpunum víkur þessu við?” “Hvað er nú að, frú Le Turneau?” sagði O’Brian og horfði undrandi á hana. “Eg kannast ekki við þenna blett, en átti þó von á, að eikin hefði staðið 'hér einhverstaðar,” svaraði hún. “Við skulum ganga dálítið lengra í þessa átt,” sagði herra Island og benti. Hann vissi, að við vorum enn ekki icomín þrjátíu og tvo faðma frá miðjum norðurstafni hússins. “Við þurfum ekki að fara lengra í þessa átt,” sagði Ma- deleine Vanda, “því að eikin hefir aldrei staðið á því svæði, sem við stöndum nú L”

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.