Syrpa - 01.01.1922, Qupperneq 82
80
SYRPA
Ferdinand Magellan, portúgalskur maöur, lét hafiö fyrstur manna
kili plægt og fann um leiö vesturveginn til Indlands. Hann var
geröur út til þess af Karli V. Spánarkonungi áriö 1519. Til far-
arinnar haföi hann ekkert skárri skip heldur en Kólumbus hafði
haft, og svipuð áhöld og hann haföi til aö rata leið sina. Hann
sigldi suöur meö strönd Suðurameríku og krækti inn i ihverja vík
til aö leita aö sundi, er hann gæti komizt um suöur um landiö.
Hiann kom aö lokum i sumarbyrjun (21. oktj i sundiö, sem heit-
ir eftir honum, Magellansund, og sigldi vestur þaö. Honum sótt-
ist siglingin seint vestur sundiö, bæði sakir fjúka, grenjandi storma
og breytilegra sjávarfalla. Eitt af skipum hans hvarf þar frá
honurn. Á 38 dögum kornst hann vestur af sundinu, sem er 3Ó0
mílur á lengd, og sigldi út á ókannaðan rúinsjó fram hjá Deseado-
núp 28. nóv. Magellan nefndi hafið Kyrrahafiö, af því að hann
skreið vestur þaö fyrir hægum byr í samfleytt 98 daga. Á þeirri
leið gengu vistir upp fyrir skipVerjum, og komust þeir loks i marz-
mánuöi í Ladroneyjar, nær dauða en lífi af skyrbjúg og hungri.
Þar fengu þeir nýjar vistir og vatn og héldu þaðan til Filippseyjæ
Magellan lenti þar í ófriði við eyjaskeggja og féll í honum. Juail
Sebastian del Cano, skipstjóri Victoria, tók þá viö forustunni,
sigldi vestur til Indlands og þaðan heim fyrir Góörar vonar höföa
til Spánar. Honum var tekiö þar með hinum mesta fögnuði og
viðhöfn; sleginn minnispeningur um förina og á honum nafn hans
og mynd, en hinu megin jörðin í konulíki og umhverfis: Primus
mc circumdcdisti fFyrstur fórst þú kring um migj. Þegar Se-
bastian del Cano kom heim, var hann heilum degi á eftir i dagatali
sínu við þaö, sem talið var á Spáni. Þóttust menn vita, aö þeir
skipverjar mundu gleymt hafa aö geta einhvers dags í dagbók sinni.
En þaö var þó ekki, heldur hitt, aö þeim haföi áskotnast einn dag-
ur fyrir að sigla með sólu.
Francis Drake var fyrstur Breta til aö sigla kring um jörðina
1577 á skipinu Gullna Hindin, og var hann gerður aöalsmaður af
Elizabetu Englandsdrotningu fvrir þaö. Með þessu var landa-
fundum lokiö og sæleiðir á komnar um öll höf jarðar, sem þýö-
ingu hafa fyrir verzlun og viðskifti. Eftir var ókannað íshöfin
og heimskautalöndin, er að þeim liggja. Af heimskautaförum fyrri
alda eru nafnkunnastir Jolin Davis, sem fann Davissund inn i Baffin
flóann, og Henry Hudson, sem fann Hudsonsflóa 1610. Skipa-
gerð og siglingaverkfæra fór þó ekki mikið fram um þetta skeiö
og fengna þekkingu á höfunum eiga menn að þakka dugnaöi og á-
ræöi farmannanna miklu meir en því, aö úbbúnaður væri við hæfi
fyrirtækjanna. Skip landkönnunarmanna á 17. öld voru, er óhætt
aö segja, nokkuö áþekk og skipið Royal Sovereign, sem bygt var
1637 á Englandi. Þaö var þrímastrað, meö siglurööum, toppsegl-
um, stórtoppseglum og stórseglum á fram- og aðalsiglu, og þríhyrnu
og ferseglum á efri siglu, og tvö ferhyrnusegl á bugspjóti.
Undir framþiljum var lúkar þvert yfir skipiö og háar afturþiljur.
Þetta skipalag hélzt nærri út 17. öldina. Á fyrri helming 18. aldar
varð l'.ngspjótiö reglulegt bugspjót og þá kom fokkan til sögunnar.
Járnskip tóku að tíðkast eftir 1818. Þá var fyrsta járnskip gert